Enski boltinn

Eiður: Þarf ástríðu til þess að geta spilað fótbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eiður Smári Guðjohnsen bíður spenntur eftir því að hefja leik með Tottenham í enska boltanum en Spurs á að spila á morgun.

Eiður tjáir sig stuttlega við France Football í dag þar sem hann segist hafa saknað þess að spila á völlum þar sem sé stemning. Engin stemning né ástriða hafi verið fyrir boltanum hjá Monaco.

„Að vakna á morgnana og finna ástríðu áhorfenda fyrir boltanum. Ég saknaði þess," sagði Eiður Smári við France Football.

„Það var engin slík stemning í Frakklandi og það hentar mér ekki að spila í stemningslausu umhverfi. Ég þarf að finna ástríðuna til þess að geta spilað."

Afsökunin vissulega frumleg en Eiður hefur þó sitthvað til síns máls enda steindauð stemning á leikjum Monaco sem fær fæsta áhorfendur á heimaleiki sína í frönsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×