Enski boltinn

Wenger: Erfitt að kyngja þessu

Arsène Wenger, stjóri Arsenal, segir erfitt að kyngja því að liðið tapaði fyrir Chelsea. Að hans mati var Arsenal betra liðið í leiknum. Chelsea vann 2-0 og komu bæði mörkin snemma.

Enski boltinn

Drogba: Verðum að standa saman

Didier Drogba skoraði bæði mörk Chelsea sem endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Arsenal. Eftir leikinn sagði Drogba að leikmannahópurinn stæði við bakið á fyrirliðanum John Terry.

Enski boltinn

Capello: Til í að mæta nágrönnum Englendinga

Landliðsþjálfarinn Fabio capello hjá Englandi kveðst vonast til þess að England verði dregið í riðil með einvherjum að nágrönnum sínum í undankeppni EM 2012 en drátturinn fer fram í Varsjá í dag kl. 11 að íslenskum tíma.

Enski boltinn

Grant: Manchester United er einfaldlega betra en við

Knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá Portsmouth er ekki af baki dottinn þrátt fyrir niðurlægjandi 5-0 tap gegn Englandsmeisturum Manchester United í dag. Portsmouth situr sem fastast á botninum en Grant bíður spenntur eftir því að mæta auðveldari mótherja en United og segir að þeir leikir skipti meira máli.

Enski boltinn

Emil skoraði sigurmark Barnsley gegn Watford

Að vanda voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni í ensku b-deildinni í dag. Emil Hallfreðsson og Heiðar Helguson áttust við í Íslendingaslag þegar Barnsley mætti Watford en Emil hafði betur þar og skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri heimamanna.

Enski boltinn