Enski boltinn

Wright-Phillips: Ég er ekki gráðugur

Shaun Wright-Phillips viðurkennir að vera mjög svekktur með hversu illa gengur að semja við Man. City en segir að sama skapi ekkert vera hæft í þeim fréttum að hann sé svo gráðugur að ekki sé hægt að semja.

Enski boltinn

Leitað að eftirmanni Scholes

Glazer fjölskyldan er tilbúin að gefa Sir Alex Ferguson fjármagn til að finna miðjumann sem á að fylla skarð Paul Scholes þegar hann hættir. Frá þessu greini The Manchester Evening News.

Enski boltinn

Hargreaves spilar í næstu viku

Owen Hargreaves mun spila með varaliði Manchester United gegn grönnum þeirra í City næsta fimmtudag. Miðjumaðurinn hefur ekki leikið síðustu 18 mánuði vegna meiðsla í hné.

Enski boltinn

HM-draumur Owen endanlega dáinn

Það var greint frá því morgun að Michael Owen mun ekki spila meiri fótbolta á þessari leiktíð. Um leið dó draumur hans um að komast á HM en líkurnar fyrir voru nú ekki miklar.

Enski boltinn

Chelsea sendi sálfræðing til Ashley Cole

Forráðamenn Chelsea hafa verulegar áhyggjur af andlegu ástandi Ashley Cole en hegðun hans er sögð hafa verið afar furðuleg síðustu daga. Skal svo em engan undra þar sem hjónaband hans er runnið út í sandinn og hann er forsíðuefni slúðurblaðanna dag eftir dag.

Enski boltinn

Sir Alex Ferguson: Ekki gleyma Arsenal í titilbaráttunni

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir það vera alltof snemmt að afskrifa lið Arsenal í baráttunni um enska meistaratitilinn. Margir töldu Arsenal missa af möguleika sínum þegar liðið tapaði leikjum sínum á móti United og Chelsea en skoski stjórinn er ekki á sama máli enda hefur Arsenal minnkað forskot Cherlsea og United á síðustu vikum.

Enski boltinn

Ekkert umspil um Meistaradeildarsæti

Ekkert verður af þeim hugmyndum í bráð að leikið verði sérstakt umspil á Englandi um fjórða lausa sætið í Meistaradeild Evrópu. Félögin í ensku úrvalsdeildinni kusu gegn tillögunni.

Enski boltinn

Mancini segist vinna í 18 tíma á dag

Hinn ítalski stjóri Man. City, Roberto Mancini, er afar duglegur stjóri að eigin sögn. Hann segist vinna í 18 tíma í dag og segir að ekkert minna dugi til að koma City í hóp bestu félaga Englands.

Enski boltinn

Fábio Aurélio frá í þrjár vikur

Fábio Aurélio, leikmaður Liverpool, á við meiðsli að stríða aftan í læri og er búist við að hann verði frá í um þrjár vikur ef þeim sökum. Þessi brasilíski bakvörður fór meiddur af velli gegn Blackburn á sunnudag.

Enski boltinn