Enski boltinn

Heskey orðaður við Leicester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Bráðabirgðastjóri Aston Villa, Kevin McDonald, segir ekkert hæft í þeim fréttum að Emile Heskey sé á leið til Leicester þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn.

"Ég vann með Emile á sínum tíma hjá Leicester og hann mun fá leiktíma hjá mér hér. Ég hef ekki talað við neinn frá Leicester," sagði McDonald.

"Ég bý nálægt Leicester og þekki fólk þar. Ég myndi vita það ef eitthvað væri í gangi. Ég tel Emile vera mjög góðan leikmann. Það spilar enginn svona marga landsleiki fyrir England nema geta eitthvað í fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×