Enski boltinn

Capello hentar ekki fyrir enska landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, er langt frá því að vera hrifinn af leikstíl enska landsliðsins undir stjórn Fabio Capello og segir að enska landsliðið muni ekki vinna neitt undir hans stjórn.

"Vandamál enska landsliðsins er þjálfarinn. Capello virkar ekki sem þjálfari enska landsliðsins. Samskipti hans við leikmenn eru ekki nógu góð. Spyrjið hvern sem er hjá Real Madrid. Hann getur ekki breyst," sagði Mourinho sem er vanur að tala beint frá hjartanu.

"Það er ekki bara hægt að öskra á leikmennina. Leikmönnum þarf að finnast þeir vera sérstakir. Það er alveg kristaltært að þetta samband mun ekki ganga upp.

"Hann þekkir ekki leikmennina. Þeir eru hræddir við hann og geta ekki spilað fyrir hann. Þetta er miður. Leikmenn þurfa skýrar leiðbeiningar og þeir mega ekki vera óvissir um sitt hlutverk. Ef svo er þá er þa´þjálfaranum að kenna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×