Enski boltinn

Neymar fer á endanum til Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíumaðurinn Neymar er enn orðaður við Chelsea þó svo hann hafi ákveðið að vera áfram í herbúðum Santos á Brasilíu.

Hann hefur fengið sér nýjan umboðsmann og sá segir ekki loku fyrir það skotið að hann fari síðar til Chelsea.

"Neymar verður áfram hjá Santos en ég er viss um að hann verður leikmaður Chelsea síðar," sagði umbinn Pini Zahavi.

Þessi 18 ára leikmaður er talinn vera einhver efnilegasti knattspyrnumaður heims og fjölmörg félög hafa áhuga á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×