Enski boltinn

Babel lítur bjartsýnum augum á framtíðina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollenski vængmaðurinn Ryan Babel hjá Liverpool er ekki af baki dottinn og hann horfir fram á jákvæðari tíma með Roy Hodgson við stjórnvölinn.

Babel hefur ekki tekist að festa sig í sessi á þeim þremur árum sem hann hefur verið hjá Liverpool. Hann hefur ítrekað verið orðaður við brottför en hefur aldrei gefist upp.

"Þetta hefur verið erfiður tími en ég lít á þetta tímabil sem nýjan kafla. Ég er að reyna að vera bjartsýnn og horfa fram á veginn. Það eru tvö ár eftir af samningnum, ég elska Liverpool og líður vel hérna," sagði Babel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×