Enski boltinn

Leeds búið að reka stjórann sinn

Leeds rak í dag stjórann Simon Grayson og þjálfarateymi hans en hann hefur stýrt málunum á Elland Road undanfarin þrjú ár. Unglingaliðsþjálfari félagsins, Neil Redfearn, mun taka tímabundið við liðinu á meðan verður leitað verður að nýjum stjóra.

Enski boltinn

Mancini: Þetta tap var mér að kenna

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, kennir sjálfum sér um tapið á móti Everton í gær en það þýddi að nágrannarnir í Manchester United náðu City að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Pienaar kominn aftur til Everton

Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar er kominn aftur til Everton en nú sem lánsmaður frá Tottenham til loka tímabilsins. Þetta var staðfest nú rétt fyrir miðnætti.

Enski boltinn

United ákvað að selja hinn stórefnilega Morrison

Ravel Morrison, átján ára miðvallarleikmaður, gekk í dag í raðir West Ham frá Manchester United. Því hefur verið haldið fram að hann sé einn efnilegasti leikmaður landsins en hann hefur þó átt í talsverðum erfiðleikum utan knattspyrnuvallarins undanfarin ár.

Enski boltinn

Mancini bætti miðjumanni í hópinn

David Pizarro hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Roma til Manchester City til loka leiktíðarinnar. Hann er 32 ára miðjumaður frá Síle sem hefur lítið fengið að spila á Ítalílu í vetur.

Enski boltinn

Gibson: Fæ örugglega símtöl frá leikmönnum United

Darron Gibson var hógvær í viðtölum eftir að hann tryggði sínum mönnum í Everton 1-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sjálfsagt voru stuðningsmenn Manchester United ekki síður ánægðir með hann en Everton-menn enda tókst United að jafna City að stigum á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Cardiff enn í þriðja sæti

Cardiff var ekki langt frá því að komast upp í annað sæti ensku B-deildarinnar í kvöld en liðið gerði þá jafntefli við Southampton í toppslag. Topplið West Ham steinlá fyrir Ipswich á útivelli.

Enski boltinn

Kyrgiakos kominn til Sunderland

Martin O'Neill, stjóri Sunderland, hefur verið iðinn við að styrkja vörn liðsins í dag en nú hefur félagið staðfest að félagið hafi keypt Grikkjann Sotirios Kyrgiakos, fyrrum leikmann Liverpool.

Enski boltinn

Kaupir Tottenham Rodallega eftir leikinn við Wigan í kvöld?

Hugo Rodallega hefur verið orðaður við Tottenham í þessum félagsskiptaglugga og svo gæti farið að gengið verði frá kaupunum á framherjanum áður en glugginn lokar á miðnætti í kvöld. Hlutirnir gætu gerst hratt því Wigan mætir einmitt Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Enski boltinn

Zamora vill fá alltof há laun hjá QPR

Fulham er búið að samþykkja tilboð Queens Park Rangers í framherjann Bobby Zamora en það gengur ekki eins vel hjá Queens Park Rangers að ná samningum við leikmanninn sjálfan ef marka má frétt á Guardian. Zamora lék undir stjórn Mark Hughes, stjóra QPR, í fyrra.

Enski boltinn

Tvíburar sameinast á ný hjá Blackburn

Sænsku tvíburarnir Martin og Marcus Olsson eru orðnir liðsfélagar á nýjan leik eftir að enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn Rovers ákvað að semja við Marcus Olsson. Martin Olsson hefur spilað með Blackburn frá 2006.

Enski boltinn