United og City jöfn að stigum | Gylfi góður með Swansea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2012 18:26 Gibson skorar hér sigurmarkið gegn City. Nordic Photos / Getty Images Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og dró til tíðinda í toppbaráttu deildarinnar. Darron Gibson, fyrrum leikmaður Manchester United, hafði þar lykilhlutverki að gegna. Gibson gekk í raðir Everton á dögunum og hann skoraði eina markið í 1-0 sigri liðsins á toppliði Manchester City í kvöld. United vann á sama tíma 2-0 sigur á Stoke og komst því upp að hlið City. Bæði lið eru með 54 stig en City er með betra markahlutfall. Liverpool og Tottenham unnu örugga sigra á andstæðingum sínum í kvöld og þá voru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea afar óheppnir með að missa góða stöðu í jafntefli gegn Chelsea.Gibson hetja United og Everton Stuðningsmenn Manchester United sungu til heiðurs Gibson í kvöld en hann var seldur á hálfa milljón punda til Everton fyrr í þessum mánuði. Skot hans fór reyndar af varnarmanni City en skotið var engu að síður gott og Joe Hart kom engum vörnum við. Bæði lið áttu góðar marktilraunir í fyrri hálfleik en leikmenn City reyndu eins og þeir gátu að sækja gegn Everton í seinni hálfleiks. En það bar ekki árangur og fyrir vikið er toppbaráttan í Englandi þeim mun meira spennandi.Amos hélt hreinu Bæði mörk United í kvöld kom úr vítaspyrnum. Fyrst skoraði Javier Hernandez og svo Dimitar Berbatov en alls voru ellefu leikmenn aðalliðs United fjarverandi í kvöld, þeirra á meðal Wayne Rooney. Hinn 21 árs gamli Ben Amos stóð í marki liðsins og hélt hreinu.Gylfi góður með Swansea Gylfi átti góðan leik með Swansea í kvöld en hann var tekinn af velli um miðbik síðari hálfleiksins. Hann átti þátt í marki liðsins en hann gaf fyrirgjöf inn á teig úr aukaspyrnu sem Jose Bosingwa átti í erfiðleikum með að hreinsa frá marki. Boltinn datt beint fyrir fætur Scott Sinclair sem skoraði gegn sínu gamla félagi með laglegu skoti. Chelsea sótti svo mikið í seinni hálfleik en svo virtist sem að Swansea ætlaði að takast að tryggja sér sigur. Ashley Cole fékk að líta rauða spjaldið fyrir síðari áminningu sína undir lok leiksins en þá fyrri fékk hann eftir brot á Gylfa. En Bosingwa var hetja Chelsea. Hann átti skot að marki í uppbótartíma sem breytti um stefnu á Neil Taylor, leikmanni Swansea. Michel Vorm kom engum vörnum við og jafntefli því niðurstaða.Carroll skoraði fyrir Liverpool Fyrir ári síðan gekk Andy Carroll til liðs við Liverpool fyrir 35 milljónir punda og hélt hann upp á það með því að skora fyrsta markið í 3-0 sigri á Wolves. Markið skoraði hann af stuttu færi á fjærstöng eftir laglega fyrirgjöf Charlie Adam. Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Wolves en missti af Adam í aðdraganda marksins. Hann var tekinn af velli um miðbik síðari hálfleiks. Stuttu eftir mark Adam skoraði Craig Bellamy annað mark Liverpool, aftur eftir slakan varnarleik hjá Wolves, og gerði út um leikinn. Dirk Kuyt innsiglaði svo sigurinn með fínu marki. Þetta var sjöunda mark Carroll fyrir Liverpool síðan hann kom til félagsins fyrir ári síðan.Öruggt hjá Tottenham Gareth Bale skoraði tvívegis er Tottenham fór létt með Wigan, 3-1, á heimavelli sínum í kvöld. Luka Modric skoraði einnig fyrir Tottenham sem er nú aðeins fimm stigum frá toppsæti deildarinnar og sjö stigum á undan Chelsea, sem er í fjórða sæti. James McArthur náði að skora fyrir Wigan en liðið er sem fyrr í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Úrslit kvöldsins:Wolves - Liverpool3-0 0-1 Andy Carroll (51.) 0-2 Craig Bellamy (60.) 0-3 Dirk Kuyt (77.)Swansea - Chelsea1-1 1-0 Scott Sinclair (39.) 1-1 Neil Taylor, sjálfsmark (93.) Rautt: Ashley Cole, Chelsea (85.).Tottenham - Wigan3-1 1-0 Gareth Bale (28.) 2-0 Luka Modric (33.) 3-0 Gareth Bale (63.) 3-1 James McArthur (79.)Manchester United - Stoke2-0 1-0 Javier Hernandez, víti (37.) 2-0 Dimitar Berbatov, víti (52.)Everton - Manchester City1-0 1-0 Darron Gibson (59.) Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og dró til tíðinda í toppbaráttu deildarinnar. Darron Gibson, fyrrum leikmaður Manchester United, hafði þar lykilhlutverki að gegna. Gibson gekk í raðir Everton á dögunum og hann skoraði eina markið í 1-0 sigri liðsins á toppliði Manchester City í kvöld. United vann á sama tíma 2-0 sigur á Stoke og komst því upp að hlið City. Bæði lið eru með 54 stig en City er með betra markahlutfall. Liverpool og Tottenham unnu örugga sigra á andstæðingum sínum í kvöld og þá voru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea afar óheppnir með að missa góða stöðu í jafntefli gegn Chelsea.Gibson hetja United og Everton Stuðningsmenn Manchester United sungu til heiðurs Gibson í kvöld en hann var seldur á hálfa milljón punda til Everton fyrr í þessum mánuði. Skot hans fór reyndar af varnarmanni City en skotið var engu að síður gott og Joe Hart kom engum vörnum við. Bæði lið áttu góðar marktilraunir í fyrri hálfleik en leikmenn City reyndu eins og þeir gátu að sækja gegn Everton í seinni hálfleiks. En það bar ekki árangur og fyrir vikið er toppbaráttan í Englandi þeim mun meira spennandi.Amos hélt hreinu Bæði mörk United í kvöld kom úr vítaspyrnum. Fyrst skoraði Javier Hernandez og svo Dimitar Berbatov en alls voru ellefu leikmenn aðalliðs United fjarverandi í kvöld, þeirra á meðal Wayne Rooney. Hinn 21 árs gamli Ben Amos stóð í marki liðsins og hélt hreinu.Gylfi góður með Swansea Gylfi átti góðan leik með Swansea í kvöld en hann var tekinn af velli um miðbik síðari hálfleiksins. Hann átti þátt í marki liðsins en hann gaf fyrirgjöf inn á teig úr aukaspyrnu sem Jose Bosingwa átti í erfiðleikum með að hreinsa frá marki. Boltinn datt beint fyrir fætur Scott Sinclair sem skoraði gegn sínu gamla félagi með laglegu skoti. Chelsea sótti svo mikið í seinni hálfleik en svo virtist sem að Swansea ætlaði að takast að tryggja sér sigur. Ashley Cole fékk að líta rauða spjaldið fyrir síðari áminningu sína undir lok leiksins en þá fyrri fékk hann eftir brot á Gylfa. En Bosingwa var hetja Chelsea. Hann átti skot að marki í uppbótartíma sem breytti um stefnu á Neil Taylor, leikmanni Swansea. Michel Vorm kom engum vörnum við og jafntefli því niðurstaða.Carroll skoraði fyrir Liverpool Fyrir ári síðan gekk Andy Carroll til liðs við Liverpool fyrir 35 milljónir punda og hélt hann upp á það með því að skora fyrsta markið í 3-0 sigri á Wolves. Markið skoraði hann af stuttu færi á fjærstöng eftir laglega fyrirgjöf Charlie Adam. Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Wolves en missti af Adam í aðdraganda marksins. Hann var tekinn af velli um miðbik síðari hálfleiks. Stuttu eftir mark Adam skoraði Craig Bellamy annað mark Liverpool, aftur eftir slakan varnarleik hjá Wolves, og gerði út um leikinn. Dirk Kuyt innsiglaði svo sigurinn með fínu marki. Þetta var sjöunda mark Carroll fyrir Liverpool síðan hann kom til félagsins fyrir ári síðan.Öruggt hjá Tottenham Gareth Bale skoraði tvívegis er Tottenham fór létt með Wigan, 3-1, á heimavelli sínum í kvöld. Luka Modric skoraði einnig fyrir Tottenham sem er nú aðeins fimm stigum frá toppsæti deildarinnar og sjö stigum á undan Chelsea, sem er í fjórða sæti. James McArthur náði að skora fyrir Wigan en liðið er sem fyrr í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Úrslit kvöldsins:Wolves - Liverpool3-0 0-1 Andy Carroll (51.) 0-2 Craig Bellamy (60.) 0-3 Dirk Kuyt (77.)Swansea - Chelsea1-1 1-0 Scott Sinclair (39.) 1-1 Neil Taylor, sjálfsmark (93.) Rautt: Ashley Cole, Chelsea (85.).Tottenham - Wigan3-1 1-0 Gareth Bale (28.) 2-0 Luka Modric (33.) 3-0 Gareth Bale (63.) 3-1 James McArthur (79.)Manchester United - Stoke2-0 1-0 Javier Hernandez, víti (37.) 2-0 Dimitar Berbatov, víti (52.)Everton - Manchester City1-0 1-0 Darron Gibson (59.)
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira