United og City jöfn að stigum | Gylfi góður með Swansea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2012 18:26 Gibson skorar hér sigurmarkið gegn City. Nordic Photos / Getty Images Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og dró til tíðinda í toppbaráttu deildarinnar. Darron Gibson, fyrrum leikmaður Manchester United, hafði þar lykilhlutverki að gegna. Gibson gekk í raðir Everton á dögunum og hann skoraði eina markið í 1-0 sigri liðsins á toppliði Manchester City í kvöld. United vann á sama tíma 2-0 sigur á Stoke og komst því upp að hlið City. Bæði lið eru með 54 stig en City er með betra markahlutfall. Liverpool og Tottenham unnu örugga sigra á andstæðingum sínum í kvöld og þá voru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea afar óheppnir með að missa góða stöðu í jafntefli gegn Chelsea.Gibson hetja United og Everton Stuðningsmenn Manchester United sungu til heiðurs Gibson í kvöld en hann var seldur á hálfa milljón punda til Everton fyrr í þessum mánuði. Skot hans fór reyndar af varnarmanni City en skotið var engu að síður gott og Joe Hart kom engum vörnum við. Bæði lið áttu góðar marktilraunir í fyrri hálfleik en leikmenn City reyndu eins og þeir gátu að sækja gegn Everton í seinni hálfleiks. En það bar ekki árangur og fyrir vikið er toppbaráttan í Englandi þeim mun meira spennandi.Amos hélt hreinu Bæði mörk United í kvöld kom úr vítaspyrnum. Fyrst skoraði Javier Hernandez og svo Dimitar Berbatov en alls voru ellefu leikmenn aðalliðs United fjarverandi í kvöld, þeirra á meðal Wayne Rooney. Hinn 21 árs gamli Ben Amos stóð í marki liðsins og hélt hreinu.Gylfi góður með Swansea Gylfi átti góðan leik með Swansea í kvöld en hann var tekinn af velli um miðbik síðari hálfleiksins. Hann átti þátt í marki liðsins en hann gaf fyrirgjöf inn á teig úr aukaspyrnu sem Jose Bosingwa átti í erfiðleikum með að hreinsa frá marki. Boltinn datt beint fyrir fætur Scott Sinclair sem skoraði gegn sínu gamla félagi með laglegu skoti. Chelsea sótti svo mikið í seinni hálfleik en svo virtist sem að Swansea ætlaði að takast að tryggja sér sigur. Ashley Cole fékk að líta rauða spjaldið fyrir síðari áminningu sína undir lok leiksins en þá fyrri fékk hann eftir brot á Gylfa. En Bosingwa var hetja Chelsea. Hann átti skot að marki í uppbótartíma sem breytti um stefnu á Neil Taylor, leikmanni Swansea. Michel Vorm kom engum vörnum við og jafntefli því niðurstaða.Carroll skoraði fyrir Liverpool Fyrir ári síðan gekk Andy Carroll til liðs við Liverpool fyrir 35 milljónir punda og hélt hann upp á það með því að skora fyrsta markið í 3-0 sigri á Wolves. Markið skoraði hann af stuttu færi á fjærstöng eftir laglega fyrirgjöf Charlie Adam. Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Wolves en missti af Adam í aðdraganda marksins. Hann var tekinn af velli um miðbik síðari hálfleiks. Stuttu eftir mark Adam skoraði Craig Bellamy annað mark Liverpool, aftur eftir slakan varnarleik hjá Wolves, og gerði út um leikinn. Dirk Kuyt innsiglaði svo sigurinn með fínu marki. Þetta var sjöunda mark Carroll fyrir Liverpool síðan hann kom til félagsins fyrir ári síðan.Öruggt hjá Tottenham Gareth Bale skoraði tvívegis er Tottenham fór létt með Wigan, 3-1, á heimavelli sínum í kvöld. Luka Modric skoraði einnig fyrir Tottenham sem er nú aðeins fimm stigum frá toppsæti deildarinnar og sjö stigum á undan Chelsea, sem er í fjórða sæti. James McArthur náði að skora fyrir Wigan en liðið er sem fyrr í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Úrslit kvöldsins:Wolves - Liverpool3-0 0-1 Andy Carroll (51.) 0-2 Craig Bellamy (60.) 0-3 Dirk Kuyt (77.)Swansea - Chelsea1-1 1-0 Scott Sinclair (39.) 1-1 Neil Taylor, sjálfsmark (93.) Rautt: Ashley Cole, Chelsea (85.).Tottenham - Wigan3-1 1-0 Gareth Bale (28.) 2-0 Luka Modric (33.) 3-0 Gareth Bale (63.) 3-1 James McArthur (79.)Manchester United - Stoke2-0 1-0 Javier Hernandez, víti (37.) 2-0 Dimitar Berbatov, víti (52.)Everton - Manchester City1-0 1-0 Darron Gibson (59.) Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og dró til tíðinda í toppbaráttu deildarinnar. Darron Gibson, fyrrum leikmaður Manchester United, hafði þar lykilhlutverki að gegna. Gibson gekk í raðir Everton á dögunum og hann skoraði eina markið í 1-0 sigri liðsins á toppliði Manchester City í kvöld. United vann á sama tíma 2-0 sigur á Stoke og komst því upp að hlið City. Bæði lið eru með 54 stig en City er með betra markahlutfall. Liverpool og Tottenham unnu örugga sigra á andstæðingum sínum í kvöld og þá voru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea afar óheppnir með að missa góða stöðu í jafntefli gegn Chelsea.Gibson hetja United og Everton Stuðningsmenn Manchester United sungu til heiðurs Gibson í kvöld en hann var seldur á hálfa milljón punda til Everton fyrr í þessum mánuði. Skot hans fór reyndar af varnarmanni City en skotið var engu að síður gott og Joe Hart kom engum vörnum við. Bæði lið áttu góðar marktilraunir í fyrri hálfleik en leikmenn City reyndu eins og þeir gátu að sækja gegn Everton í seinni hálfleiks. En það bar ekki árangur og fyrir vikið er toppbaráttan í Englandi þeim mun meira spennandi.Amos hélt hreinu Bæði mörk United í kvöld kom úr vítaspyrnum. Fyrst skoraði Javier Hernandez og svo Dimitar Berbatov en alls voru ellefu leikmenn aðalliðs United fjarverandi í kvöld, þeirra á meðal Wayne Rooney. Hinn 21 árs gamli Ben Amos stóð í marki liðsins og hélt hreinu.Gylfi góður með Swansea Gylfi átti góðan leik með Swansea í kvöld en hann var tekinn af velli um miðbik síðari hálfleiksins. Hann átti þátt í marki liðsins en hann gaf fyrirgjöf inn á teig úr aukaspyrnu sem Jose Bosingwa átti í erfiðleikum með að hreinsa frá marki. Boltinn datt beint fyrir fætur Scott Sinclair sem skoraði gegn sínu gamla félagi með laglegu skoti. Chelsea sótti svo mikið í seinni hálfleik en svo virtist sem að Swansea ætlaði að takast að tryggja sér sigur. Ashley Cole fékk að líta rauða spjaldið fyrir síðari áminningu sína undir lok leiksins en þá fyrri fékk hann eftir brot á Gylfa. En Bosingwa var hetja Chelsea. Hann átti skot að marki í uppbótartíma sem breytti um stefnu á Neil Taylor, leikmanni Swansea. Michel Vorm kom engum vörnum við og jafntefli því niðurstaða.Carroll skoraði fyrir Liverpool Fyrir ári síðan gekk Andy Carroll til liðs við Liverpool fyrir 35 milljónir punda og hélt hann upp á það með því að skora fyrsta markið í 3-0 sigri á Wolves. Markið skoraði hann af stuttu færi á fjærstöng eftir laglega fyrirgjöf Charlie Adam. Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Wolves en missti af Adam í aðdraganda marksins. Hann var tekinn af velli um miðbik síðari hálfleiks. Stuttu eftir mark Adam skoraði Craig Bellamy annað mark Liverpool, aftur eftir slakan varnarleik hjá Wolves, og gerði út um leikinn. Dirk Kuyt innsiglaði svo sigurinn með fínu marki. Þetta var sjöunda mark Carroll fyrir Liverpool síðan hann kom til félagsins fyrir ári síðan.Öruggt hjá Tottenham Gareth Bale skoraði tvívegis er Tottenham fór létt með Wigan, 3-1, á heimavelli sínum í kvöld. Luka Modric skoraði einnig fyrir Tottenham sem er nú aðeins fimm stigum frá toppsæti deildarinnar og sjö stigum á undan Chelsea, sem er í fjórða sæti. James McArthur náði að skora fyrir Wigan en liðið er sem fyrr í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Úrslit kvöldsins:Wolves - Liverpool3-0 0-1 Andy Carroll (51.) 0-2 Craig Bellamy (60.) 0-3 Dirk Kuyt (77.)Swansea - Chelsea1-1 1-0 Scott Sinclair (39.) 1-1 Neil Taylor, sjálfsmark (93.) Rautt: Ashley Cole, Chelsea (85.).Tottenham - Wigan3-1 1-0 Gareth Bale (28.) 2-0 Luka Modric (33.) 3-0 Gareth Bale (63.) 3-1 James McArthur (79.)Manchester United - Stoke2-0 1-0 Javier Hernandez, víti (37.) 2-0 Dimitar Berbatov, víti (52.)Everton - Manchester City1-0 1-0 Darron Gibson (59.)
Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira