Enski boltinn

Capello kallaður á teppið

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, mun í dag fara á fund forráðamanna enska knattspyrnusambandsins vegna deilunnar um John Terry og fyrirliðastöðu enska landsliðsins.

Enski boltinn

Liverpool með Keita í sigtinu

Enska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hafi áhuga á að fá miðjumanninn Seydou Keita hjá Barcelona í sínar raðir í sumar.

Enski boltinn

Huth þarf að taka út þriggja leikja bann

Áfrýjun Stoke City vegna rauða spjaldsins sem Robert Huth fékk í leik liðsins gegn Sunderland um helgina hefur verið tekin fyrir af aganefnd enska knattspyrnusambandsins. Var henni hafnað og þarf því Huth að taka út hefðbundið þriggja leikja bann.

Enski boltinn

Engin niðurstaða í máli Redknapp

Kviðdómurinn í skattamáli Harry Redknapp, stjóra Spurs, komst ekki að neinni niðurstöðu í dag og var að lokum sendur heim eftir fjögurra tíma fundarsetu. Það fæst því ekki niðurstaða í málið fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

Enski boltinn

Mata: Villas-Boas var brjálaður

Juan Mata, Spánverjinn öflugi í liði Chelsea, segir að knattspyrnustjórinn Andre Villas-Boas hafi verið bálreiður eftir að hans menn misstu niður 3-0 forystu gegn Manchster United í jafntefli um helgina.

Enski boltinn

Gylfi í liði vikunnar

Það kemur kannski ekki á óvart en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn í lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni eftir góða frammistöðu hans með Swansea gegn West Brom um helgina.

Enski boltinn

Einkaflugvél Redknapp bilaði

Harry Redknapp gat ekki verið á leik sinna manna í Tottenham gegn Liverpool í gær vegna þess að einkaflugvélin sem átti að flytja hann til Liverpool komst ekki af stað vegna bilana.

Enski boltinn

Frimpong sleit krossband í annað sinn á ferlinum

Ganamaðurinn Emmanuel Frimpong meiddist alvarlega á hné í leik með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves gegn QPR um helgina. Miðjumaðurinn sem er í láni frá Arsenal hjá Wolves, sleit fremra krossband í hægra hné um miðjan fyrri hálfleik á Loftus Road.

Enski boltinn

Villas-Boas er undir mikilli pressu | Abramovich mætti á æfingasvæðið

Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea er undir miklum þrýstingi þessa dagana. Eigandi liðsins Roman Abramovich gerði sér ferð á æfingasvæðið á laugardaginn fyrir leik Chelsea og Englandsmeistaraliðs Manchester United sem fram fór í gær. Samkvæmt enskum fjölmiðlum þurfti Abramovich að fá svör við ýmsum spurningum og hann ræddi Villas-Boas í langan tíma eftir að æfingunni lauk.

Enski boltinn

Markalaust á Anfield

Það var lítið um fín tilþrif í leik Liverpool og Tottenham í kvöld. Leikurinn olli miklum vonbrigðum og endaði með leiðinlegu, markalausu jafntefli.

Enski boltinn