Enski boltinn

Wenger vill halda Thierry Henry lengur hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hug á að framlengja lánssamning Thierry Henry við félagið. Lánssamningurinn rennur út í næstu viku.

Henry er á mála hjá New York Red Bulls í Bandaríkjunum sem Guðlaugur Victor Pálsson samdi við nú í vikunni.

Arsenal mætir AC Milan í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið og verður það að öllu óbreyttu síðasti leikur Henry með Arsenal.

Sjálfur virðist Henry opinn fyrir því en sagði þó við fjölmiðlamenn nýverið að það væri undir félögunum komið. „Red Bulls hefur verið mjög liðlegt í þessu máli en ég ætla ekki að níðast á góðvild þeirra," sagði Henry.

Henry tryggði Arsenal sigur á Leeds í enska bikarnum á eftirminnilegan máta í síðast mánuði og skoraði svo síðast markið í 7-1 sigri liðsins á Blackburn um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×