Enski boltinn

Liverpool með Keita í sigtinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hafi áhuga á að fá miðjumanninn Seydou Keita hjá Barcelona í sínar raðir í sumar.

Keita hefur lítið fengið að spila með Börsungum en hann er nú að spila með landsliði sínu, Malí, í Afríkukeppninni í knattspyrnu.

Hann mun vita af áhuga Liverpool og er sagður ætla að krefjast þess að ræða málin frekar við Pep Guardiola, stjóra Barcelona.

Malí mætir í kvöld Fílabeinsströndinni í undanúrslitum Afríkukeppninnar en liðið hafði betur gegn Gabon í fjórðungsúrslitum keppninnar. Vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá leikinn og tryggði Keita sigurinn með því að skora úr fimmtu og síðustu spyrnu sinna manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×