Enski boltinn

Huth þarf að taka út þriggja leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Áfrýjun Stoke City vegna rauða spjaldsins sem Robert Huth fékk í leik liðsins gegn Sunderland um helgina hefur verið tekin fyrir af aganefnd enska knattspyrnusambandsins. Var henni hafnað og þarf því Huth að taka út hefðbundið þriggja leikja bann.

Huth fékk rautt fyrir að tækla David Meyler, leikmann Sunderland, á ólöglegan máta. Tony Pulis, stjóri Stoke, sagði þó að enginn ásetningur hafi verið með brotinu og því var ákveðið að áfrýja.

Huth missir af leikjum Stoke gegn Fulham og Swansea auk bikarleiks gegn Crawley Town síðar í þessum mánuði.

James McClean tryggði Sunderland 1-0 sigur um helgina en markið kom eftir að Huth fékk að líta rauða spjaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×