Enski boltinn

Aron Einar: Maður elskar ekkert Liverpool

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff eru komnir í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley en fram undan eru aðrir mikilvægir leikir. Liðið mætir Southampton í kvöld og fer upp í annað sætið með sigri.

Enski boltinn

Van Persie ekki refsað | Cabaye kærður

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Yohan Cabaye, leikmann Newcastle, fyrir ofbeldisfulla hegðun í leik liðsins gegn Brighton í ensku bikarkeppninni. Ekkert verður þó aðhafst í máli Robin van Persie, framherja Arsenal.

Enski boltinn

Milan segir ólíklegt að Tevez komi

Sagan langa um Carlos Tevez og Manchester City tekur líklega ekki enda á morgun. Forráðamenn AC Milan segja í það minnsta ólíklegt að Tevez komi til félagsins áður en lokað verður fyrir félagaskipti annað kvöld.

Enski boltinn

Tuttugu ára Belgi í læknisskoðun hjá Chelsea

Chelsea vonast til að ganga frá kaupum á belgíska miðjumanninum Kevin de Bruyne frá Genk sem fyrst en leikmaðurinn fer í læknisskoðun á Stamford Bridge í dag. De Bruyne heillaði Andre Villas-Boas, stjóra Chelsea, þegar enska liðið mætti Genk í Meistaradeildinni fyrr í vetur.

Enski boltinn

Andy Carroll: Ég elska að vera hjá Liverpool

Andy Carroll, framherji Liverpool, segist vera ánægður hjá félaginu og að hann hafi engan áhuga á því að yfirgefa Anfield þrátt fyrir brösuga byrjun. Carroll átti þátt í báðum mörkum Liverpool í 2-1 bikarsigri á Manchester United um helgina.

Enski boltinn

Ótrúlegur sigur Arsenal

Arsenal sló Aston Villa út úr ensku bikarkeppninni með 3-2 sigri á heimavelli sínum í dag. Aston Villa komst í 2-0 en Arsenal sýndi mikinn karakter, skoraði þrjú mörk á sjö mínútum og tryggði sér sigur.

Enski boltinn

Skelfileg mistök hjá varamarkverði Newcastle

Ole Soderberg, markvörður varaliðs Newcastle, vill líklega sem fyrst gleyma 6-0 tapinu gegn Manchester United á fimmtudagskvöld. Auk þess að þurfa að heimta knöttinn sex sinnum úr marki sínu gerði hann skelfileg mistök þegar heimamenn komust í 2-0.

Enski boltinn

Leikmenn QPR og Chelsea tókust ekki í hendur

Nú stendur yfir viðureign QPR og Chelsea í 4. umferð enska bikarsins í knattspyrnu. Leikmenn liðanna heilsuðust ekki fyrir leikinn líkt og tíðkast og hefur enska knattspyrnusambandið sent frá sér yfirlýsingu þess vegna.

Enski boltinn

Fæstir að hugsa um fótboltann

Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool.

Enski boltinn

Allra augu beinast að þessum leik

Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag.

Enski boltinn

Leikurinn sem allir óttast

Andrúmsloftið er spennuþrungið fyrir stórleik Liverpool og Manchester United í enska bikarnum, sem fram fer í dag, vegna atburða síðustu mánaða. Kjartan Guðmundsson velti fyrir sér viðureigninni sem margir hræðast að gæti endað í vitleysu – leysist upp í

Enski boltinn

Kuyt tryggði Liverpool sigur á United

Varamaðurinn Dirk Kuyt var hetja Liverpool á Anfield í dag þegar liðið lagði Manchester United 2-1 í 4. umferð enska bikarsins. Hollendingurinn skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.

Enski boltinn

Brighton sló út Newcastle

B-deildarlið Brighton Hove & Albion gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Newcastle út í enska bikarnum í knattspyrnu í dag. Eina mark leiksins var sjálfsmark Mike Williamson, varnarmanns Newcastle.

Enski boltinn

Wilshere finnur enn til í ökklanum

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, hefur ekkert spilað með liði sínu á tímabilinu vegna meiðsla og það lítur út fyrir að leikmaðurinn þurfi nú að bíða enn lengur eftir að komast aftur inn á völlinn.

Enski boltinn

Landon Donovan lagði upp bæði mörkin í bikarsigri Everton

Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan lagði upp bæði mörk Everton í 2-1 sigri á Fulham í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar en leikið var á Goodison Park í kvöld. Everton er því komið í sextán liða úrslitin en fyrr í kvöld tryggði Tottenham-liðið sér sæti í fimmtu umferðinni eftir 1-0 útisigur á Watford.

Enski boltinn