Vandræðagemsinn Joey Barton, leikmaður QPR, mun að öllum líkindum verða í herbúðum félagsins á næsta tímabili, þrátt fyrir að hafa orðið sér og félaginu til skammar í síðasta leik tímabilsins. Barton fékk rautt spjald fyrir olnbogaskot sem hann gaf Carlos Tevez.
Þegar leikmaðurinn var á leiðinni af vellinum sparkaði hann í bakið á Sergio Agüero og fékk fyrir vikið 12 leikja bann í ensku úrvalsdeildinni.
Félagið hefur samt sem áður gefið Barton lokaviðvörum og mun hann byrja tímabilið eftir þetta tólf leikja bann í nóvember.
