Rússneski framherjinn Pavel Pogrebnyak er á leið til Reading sem leikur á ný í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Staðfest er á heimsíðu Reading að búið sé að semja um kaup og kjör við Pogrebnyak. Aðeins er beðið eftir að atvinnuleyfi skili sér í hús til þess að hægt sé að ganga frá samningnum.
Pogrebnyak skoraði sex mörk í tólf leikjum með Fulham á síðustu leiktíð en hann var þá í láni frá þýska félaginu Stuttgart. Samningur Pogrebnyak við Stuttgart rann út í sumar og margt sem benti til að hann væri á leið til Fulham. Rússinn hafnaði hins vegar samningstilboði frá Lundúnarfélaginu.
Pogrebnyak er 28 ára og styrkir nýliða Reading gríðarlega fyrir baráttuna framundan í ensku úrvalsdeildinni.
Pogrebnyak er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Reading á tveimur dögum. Danny Guthrie, sem lék á miðjunni hjá Newcastle á síðustu leiktíð, gekkst undir læknisskoðun hjá Reading í gær og verður kynntur sem leikmaður Reading á morgun. Hann semur til þriggja ára við Reading.
Pogrebnyak valdi Reading fram yfir Fulham
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti



Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti



Aron ráðinn til FH
Handbolti

