Enski boltinn

Solbakken um Björn Bergmann: Virðist alltaf meiðast í sófanum

Stale Solbakken, stjóri Wolves, hefur eins og landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck lítið getað notað Björn Bergmann Sigurðarson á tímabilinu en þessi stórefnilegi íslenski framherji er búinn að vera mikið meiddur. Björn Bergmann hefur sem dæmi ekki enn náð að spila landsleik fyrir Lagerbäck þótt að Svíinn hafi verið duglegur að velja hann í landsliðshópana sína.

Enski boltinn

Lloris ætlar að funda með Villas-Boas

Franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris er nýkominn til Tottenham og þegar hefur verið mikið drama í kringum hann þar sem ekki er útlit fyrir að hann verði markvörður númer eitt hjá félaginu. Ekki strax í það minnsta.

Enski boltinn

Ferguson sagður vilja kaupa Ronaldo

Sunday Mirror greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson ætli að leita eftir stuðningi stjórnar Manchester United um að kaupa Portúgalann Cristiano Ronaldo sem félagið seldi til Real Madrid á 80 milljónir punda fyrir þremur árum.

Enski boltinn

Rotherham steinlá án Kára

Þrátt fyrir að nú sé landsleikjafrí í sterkustu deildum Evrópu var spilað í ensku D-deildinni í dag. Rotherham, lið Kára Árnasonar, fékk á sig sex mörk í hans fjarveru.

Enski boltinn

Nani fór fram á of há laun

Forráðamenn rússneska félagsins Zenit í St. Pétursborg segja að of háar launakröfur hafi verið ástæðan fyrir því að félagið festi ekki kaup á Nani, leikmanni Manchester United.

Enski boltinn

Del Piero hafnaði Liverpool vegna Heysel-harmleiksins

Alessandro Del Piero gerði í gær samning við ástralska félagið Sydney FC en áður en þessi Juventus-goðsögn ákvað að skella sér hinum megin á hnöttinn til þess að spila fótbolta reyndi Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, að fá hann á Anfield.

Enski boltinn