Enski boltinn

Wenger: Hafði aldrei áhuga á því að fá Zaha

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir ekki að hafa þurft að láta í minni pokann fyrir Sir Alex Ferguson í baráttunni um Wilfried Zaha, vængmann Crystal Palace. Zaha var orðaður við Arsenal en nú lítur út fyrir að hann endi hjá Manchester United.

Enski boltinn

Van Persie er ekki nógu ánægður með sig

Hollendingurinn Robin van Persie er búinn að skora 10 mörk í síðustu 10 leikjum sínum með Manchester United og alls 22 mörk á sínu fyrsta tímabili á Old Trafford en hann er þó ekki nógu sáttur með frammistöðuna hjá sér ef marka má viðtal hans við The Sun.

Enski boltinn

Enska sambandið skoðar ummæli Sir Alex

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gagnrýndi annan aðstoðardómarann harðlega eftir 1-1 jafntefli Manchester United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina og nú gæti hann verið kominn í vandræði hjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins.

Enski boltinn

Markalaust í fjörugum leik

Southampton og Everton máttu sætta sig við markalaust jafntefli í lokaleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld, þrátt fyrir að hafa bæði fengið nóg af færum til að skora.

Enski boltinn

Sir Alex að "stela" undrabarninu af Wenger

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er langt kominn með að ganga frá kaupunum á Wilfried Zaha frá Crystal Palace en Daily Mirror segir frá því í dag að Sir Alex hafi hitt leikmanninn um helgina á hóteli í London.

Enski boltinn

Tvítugur Brassi á leið til Liverpool

Liverpool Echo hefur heimildir fyrir því að Liverpool sé að ganga frá kaupunum á miðjumanninum Philippe Coutinho frá Internazionale þótt að ítalska félagið hafi í fyrstu hafnað fimm milljón punda tilboði Liverpool.

Enski boltinn

Tevez neitar að skrifa undir hjá City

Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, gefur það í skyn í breskum fjölmiðlum um helgina að hann ætli ekki að skrifa undir nýjan samning við félagið og halda á ný aftur á heimaslóðir til Argentínu árið 2014.

Enski boltinn

Tevez grét einn heima hjá sér

Argentínumaðurinn Carlos Tevez hefur viðurkennt að hann var nálægt því að leggja skóna á hilluna eftir að hafa lent í heiftarlegum deilum við Roberto Mancini, stjóra Man. City, á síðustu leiktíð.

Enski boltinn

Wenger finnur til með Benitez

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, finnur til með Rafa Benitez, stjóra Chelsea, en sá síðarnefndi hefur ekki beint fengið góðar móttökur frá stuðningsmönnum Chelsea.

Enski boltinn