Albumm

Albumm heldur tónleika á Sirkus - Geimleikar!

Albumm heldur sína fyrstu tónleika í langan tíma og það á flottasta stað bæjarins, Sirkus. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni á milli Albumm.is og Extreme Chill Festival en um ræðir sérstakt "showcase" fyrir hátíðina sem fer fram í Reykjavík dagana 6-9 október næstkomandi.

Albumm

„Mér finnst gott að fjalla um veðrið“

Fyrir stuttu kom út lagið Cold Aired Breeze en lagið er fyrsta smáskífan af frumraun Árnýjar Margrétar í fullri lengd, plötunni They Only Talk About the Weather, sem kemur út á vegum One Little Independent þann 21. október nk.

Albumm

Hið náttúrulega mætir iðnaðinum!

Hvernig hljómar loftslags hrunið? Hið glænýja tónlistarverkefni sem kallast fyield sem sameinar tékkneska og íslenska tónlistarmenn, gefur út í dag lagið Candy sem tekið er af væntanlegri plötu þeirra en laginu fylgir einnig glæsilegt myndband. fyield tekur hlustendur á iðnaðarsvæði sem eru lykillinn að starfsemi siðmenningar okkar og býður náttúrunni og tækninni að verða fullgildir hljómsveitarfélagar þeirra.

Albumm

„Áður en við vissum af vorum við farnir að semja og pródúsa saman“

Bear The Ant er nýtt band sem var stofnað í miðju covid 2021. Meðlimir bandsins eru þeir Björn Óli Harðarson (söngur) og Davíð Antonsson (trommur) sem margir þekkja úr hljómsveitinni Kaleo. Félagarnir voru að senda frá sér sína fyrstu fjögurra laga EP plötu, Unconscious ásamt tónlistarmyndbandi. Albumm hitti á kappana á sólríkum degi í miðbænum og fékk meðal annars að spyrja þá út í plötuna, samstarfið og hvort það sé ekki erfitt að finna tíma sem trommari í nýju bandi ásamt því að vera trommari á sama tíma í heimsfrægri hljómsveit.

Albumm