Albumm

4 daga tónlistarveisla í Reykjavík

Steinar Fjeldsted skrifar

Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í Reykjavík dagana 6-9 Október en þetta er 13.árið sem hátíðin er haldin.

Hátíðin mun eiga sér stað á nokkrum mismunandi stöðum í miðborginni: Tjarnarbíó, Húrra, Fríkirkjan Í Reykjavík, Sirkus, Space Odyssey ofl. Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni, Þarna koma saman ólíkir listamenn frá tilraunakenndum listamönnum til klassískrar listamanna. Þ.á.m.

FENNESZ

KMRU

KLARA LEWIS

MARIA W HORN

ERALDO BERNOCCHI

PETULIA MATTIOLI

CHRISTOPHER CHAPLIN

KIRA KIRA

ÚLFUR

STEREO HYPNOSIS

RÚNAR MAGNÚSSON

SÓLEY: Harmónik

OKUMA

ARISTOKRASÍA (Úlfur Eldjárn)

YAGYA

(ofl.. öll dagskrá kynnt 1 ágúst.)

Extreme Chill er hátíð sem setur ávallt markmiðin hærra með hverju ári og hefur nú verið haldin bæði í Berlín og víða um land og hefur líka verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis. Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda raftónlistarmenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim raftónlistarinnar og lifandi myndheim. Að tengja saman erlenda og innlenda tónlistar- og vídeó/myndlistarmenn og sköpun þeirra ásamt því að vekja athygli á rafrænni Reykjavík, raftónlistar höfuðborg Íslands.

Hátíðar passinn kostar aðeins 11.900 kr og gildir á alla 4 dagana. 4 daga tónlistarveisla þar sem íslenskir og erlendir listamenn með ólíkan bakgrunn á öllum aldri mætast í sköpun sinni undir áhrifum íslenskrar náttúru. Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík. Extreme Chill fer fram í Reykjavík dagana 6-9 október. Miðar á Tixis

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.