Sport

Duff genginn í raðir Fulham

„Ég er gríðarlega ánægður með að félagsskipti mín til Fulham eru gengin í gegn og get ekki beðið eftir því að komast af stað og byrja að leika með liðinu,“ segir Duff í viðtali á opinberri heimasíðu Fulham.

Enski boltinn

Berlusconi: Ronaldinho er okkar Usain Bolt

Forsetinn skrautlegi Silvio Berlusconi hjá AC Milan hefur fulla trú á því að Brasilíumaðurinn Ronaldinho eigi eftir að springa út með ítalska félaginu á komandi leiktíð í Serie A-deildinni sem hefst á laugardaginn.

Fótbolti

Anelka afskrifar Arsenal og Liverpool úr titilbaráttunni

Framherjinn Nicolas Anelka hjá Chelsea telur Lundúnafélagið vera líklegast til þess að landa meistaratitlinum í ensku úrvalsdeildinni á nýhafinni leiktíð og að Englandsmeistarar Manchester United séu helsta ógnin þrátt fyrir að þeir hafi misst sinn besta leikmann í Cristiano Ronaldo.

Enski boltinn

Davies framlengir samning sinn við Bolton

Framherjinn og fyrirliðinn Kevin Davies hjá Bolton hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2012 og bundið þar með enda á sögusagnir þess efnis að hann kynni að yfirgefa Reebok-leikvanginn í sumar.

Enski boltinn

Groesjan staðfestur sem ökumaður Renault

Frakkinn Romain Goresjan var í dag staðfestur sem ökumaður Renault í stað Nelson Piquet, sem var sagt upp störfum fyrir nokkrum vikum. Groesjan keppir fyrir Renault á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi.

Formúla 1

Atli kampakátur eftir að hafa loks landað sigri

„Þetta er heldur betur léttir, þetta var rosalega erfið fæðing, við áttum að vera löngu búnir að gera tvö, þrjú mörk í fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir ganga ekki eins og lagt er upp með byrjar taugaveiklunin. Við vorum sterkari og sérstaklega eftir að við skorum markið,“ sagði kampakátur þjálfari Vals, Atli Eðvaldsson. Hann segir miðjumanninn reynda, Sigurbjörn Hreiðarsson vera herra Val.

Íslenski boltinn

Hlynur fjórði í Finnlandi

Selfyssingurinn Hlynur Geir Hjartarson stóð sig með miklum sóma á opna finnska meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina.

Golf

Rúrik lék í sigri OB

Framherjinn Rúrik Gíslason var í byrjunarliði OB og lék allan leikinn er liðið lagði Midtjylland, 1-0, í danska boltanum.

Fótbolti

Bikey að ganga í raðir Burnley

Varnarmaðurinn Andre Bikey hefur staðist læknisskoðun hjá nýliðum Burnley í ensku úrvalsdeildinni og því fátt sem kemur í veg fyrir að gengið verði frá félagsskiptum kappans frá Reading eftir að kauptilboð upp á 2,8 milljónir punda var samþykkt.

Enski boltinn