Sport

Button: Engin pressa að vinna titilinn

Jenson Button segir að engin pressa sé á honum að vinna meistaratitilinn í Formúlu 1 um helgina. Ef hann nær þriðja sæti þá verður hann meistari í fyrsta skipti, eða ef Rubens Barrichello eða Sebastian Vettel falla úr leik.

Formúla 1

Óskaði hinum eftirsótta Defour velfarnaðar í bréfi

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United er greinilega með alla anga úti þegar efnilegir leikmenn eru á boðstólnum en dagblaðið Het Laatste Nieuws í Belgíu birtir bréf sem hann skrifaði til hins eftirsótta Steven Defour.

Enski boltinn

Juventus að vinna kapphlaupið um De Rossi?

Samkvæmt heimildum Corriere dello Sport er Juventus nú í bílstjórasætinu með að hreppa ítalska landsliðsmanninn Daniele De Rossi hjá Roma en miðjumaðurinn varð afar ósáttur þegar knattspyrnustjórinn Luciano Spalletti hætti hjá Rómarborgarfélaginu.

Fótbolti

Beckham: Það er enn langur vegur framundan

Stórstjarnan David Beckham hjá LA Galaxy var valinn maður leiksins þegar Englendingar unnu 3-0 sigur gegn Hvít-Rússum í undankeppni HM 2010 í gær þrátt fyrir að koma inná sem varamaður þegar um hálftími var eftir af leiknum.

Fótbolti

Naumt tap hjá Fyllingen

Andri Stefan skroaði tvö mörk fyrir norsku meistarana í Fyllingen sem töpuðu í gær fyrir Drammen á heimavelli, 37-36. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum í gær.

Handbolti

Massa varpaði fjölmiðlasprengju

Brasilíumaðurinn Felipe Massa keppir ekki á þessu ári, en hann skóp moldviðri með ummælum um að Fernando Alonso hafi vitað af svindlinu í Singapúr í fyrra. Massa er á mótsstað í Brasilíu og lét þessi ummæli falla í viðtali við fréttamenn.

Formúla 1

Barrichello spáð sigri í Brasilíu

Skotinn David Coulthard spáir Rubens Barrichello sigri á heimavelli hans í Brasilíu um helgina. Hann telur þó Jenson Button verðugri fulltrúa, ef ekki fyrir annað en að hann er yngri.

Formúla 1