Sport

Möguleikar Íslands í riðlinum

Ísland á enn möguleika á því að falla úr leik í riðlakeppninni eða þá að fara áfram í milliriðlakeppnina með þrjú stig - flest allra liða í riðlinum.

Handbolti

Þorbjörn Jensson: Staða liðsins er ekki slæm

Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska handboltalandsliðsins, var í viðtali við Hans Steinar Bjarnason í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem hann fór yfir möguleika Íslands í leiknum á móti Dönum í kvöld.

Handbolti

Finnland og Georgía mætast í Linz í dag

Í dag fer fram úrslitaleikur hinnar svokölluðu Áskorendakeppni IHF og EHF í handbolta en þar mætast landslið Finnlands og Georgíu. Leikurinn fer fram í Linz þar sem íslenska liðið leikur sína leiki.

Handbolti

Alguersuari áfram hjá Torro Rosso

Spánverjinn Jamie Alguersuari verður áfram ökumaður Torro Rosso samkvæmt fregnum frá liðinu. Hann byrjaði að keyra með liðinu ítalska í fyrra og var þá nýliði í Formúlu 1.

Formúla 1

NBA: Kobe kláraði Knicks

Fyrir nákvæmlega fjórum árum skoraði Kobe Bryant 81 stig gegn Toronto. Hann jafnaði ekki þann árangur gegn Knicks í nótt en tók engu að síður yfir leikinn og sá til þess að Lakers ynni með því að skora 22 stig í síðari hálfleik en hann var alls með 27 stig í leiknum.

Körfubolti

Troðfull höll í Linz í kvöld

Uppselt er á leiki kvöldsins í B-riðli EM í handbolta og má því búast við mikilli stemningu í Tips-Arena-höllinni í Linz. Hún tekur sex þúsund manns í sæti.

Handbolti

Steve Bruce: Algjört virðingaleysi hjá Liverpool

Steve Bruce, stjóri Sunderland, er allt annað en sáttur við tilraunir Liverpool til að krækja í Kenwyne Jones, framherja Sunderland. Liverpool er samkvæmt breskum fjölmiðlum að reyna að fá Jones á láni út tímabilið en stjórinn hefur sjaldan heyrt annað eins bull.

Enski boltinn

Sverre: Handboltinn getur verið grimmur

Sverre Jakobsson sagði að það hefði verið mikið áfall að missa leikinn gegn Austurríki í gær niður í jafntefli eftir að hafa verið með þriggja marka forystu þegar mínúta var til leiksloka.

Handbolti

Björgvin Páll: Samheldnin mikil í hópnum

Björgvin Páll Gústavsson segir samheldnin sem ríkir í íslenska landsliðinu muni fleyta því langt. Hann segir enn fremur að liðið sé vel í stakk búið til að takast á við persónuleg áföll sem koma upp í leikjum liðsins.

Handbolti

Pólverjar tryggðu sér sigur í C-riðli með ótrúlegum endaspretti

Pólverjar náðu að tryggja sér 30-30 jafntefli á móti Slóveníu og þar með sigurinn í C-riðli með þvi að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Pólverjar fara því með þrjú stig inn í milliriðilinn en Slóvenar taka tvö stig með sér. Þýskaland hafði fyrr í dag tryggt sér þriðja sætið með sigri á Svíum.

Handbolti

Dagur: Áttum stigið skilið

Dagur Sigurðsson sagði á blaðamannafundi austurríska landsliðsins í handbolta í gær að liðið hefði átt skilið að fá eitt stig úr leiknum við Ísland í gær.

Handbolti

Svíarnir úr leik á Evrópumótinu í Austurríki

Svíar eru úr leik á Evrópumótinu í Austurríki eftir eins marks tap fyrir Þjóðverjum, 29-30, í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Þjóðverjar eru hinsvegar komnir í milliriðil ásamt Pólverjum og Slóvenum sem spila um sigurinn í C-riðlinum seinna í kvöld.

Handbolti

Wilbek trúði ekki eigin augum

„Ég sá lokamínútur leiksins og ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Danmerkur, eftir að hafa séð Austurríkismenn ná ótrúlegu jafntefli gegn Íslandi á EM í handbolta í gær.

Handbolti

Leikir dagsins á EM

Svíar og Þjóðverjar mætast í hreinum úrslitaleik í dag um það hvort liðið kemst áfram í milliriðil á EM í Austurríki. Þjóðverjar hafa eitt stig en Svíar ekkert.

Handbolti

Faxi heldur í vonina

Svíar hafa ekki náð sér á strik á Evrópumeistaramótinu í handbolta og tapað báðum sínum leikjum til þessa - fyrir Slóveníu og Póllandi.

Handbolti

Kraftaverkið í Linz

Austurrískir fjölmiðlar spara ekki lýsingarorðin í umfjöllun sinni um leik Austurríkis og Íslands á EM í handbolta í gær.

Handbolti

Varði mikilvægasta skotið

Markvörður Austurríkis, Nikola Marinovic, átti stóran þátt í því að Austurríki náði að skora þrjú mörk á lokamínútu leiksins við Ísland á EM í gær.

Handbolti