Handbolti

Faxi heldur í vonina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Faxi er líklega eini þjálfarinn í heiminum sem er alltaf með í vörinni í leikjum.
Faxi er líklega eini þjálfarinn í heiminum sem er alltaf með í vörinni í leikjum.

Svíar hafa ekki náð sér á strik á Evrópumeistaramótinu í handbolta og tapað báðum sínum leikjum til þessa - fyrir Slóveníu og Póllandi.

Í dag ræðst það hvort að Svíar komist áfram í milliriðlakeppnina en þá þurfa þeir að vinna Þjóðverja sem eru með eitt stig í riðlinum.

„Við lögðum okkur mikið fram í báðum leikjum en klúðruðum of mörgum færum,“ sagði annar landsliðsþjálfaranna, Staffan Olsson eða Faxi eins og hann er yfirleitt kallaður á Íslandi.

„Gegn Slóveníu fengum við líka of mikið af brottvísunum til að eiga möguleika á sigri. Við spiluðum betur í seinni leiknum [gegn Póllandi] og ég er því vongóður um að við eigum góðan möguleika gegn Þýskalandi.“

„Þetta verður algjör úrslitaleikur fyrir bæði lið og ég tel helmingslíkur á því að við komumst áfram. Við gerðum nýlega jafntefli við Þýskaland og ég hef mikla trú á því að við getum unnið þá núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×