Handbolti

Varði mikilvægasta skotið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Marinovic hér gegn Snorra Steini.
Marinovic hér gegn Snorra Steini. Mynd/Leena Manhart

Markvörður Austurríkis, Nikola Marinovic, átti stóran þátt í því að Austurríki náði að skora þrjú mörk á lokamínútu leiksins við Ísland á EM í gær.

„Ég er ekki ánægður með mína frammistöðu í leiknum. En ég varði mikilvægasta skot leiksins,“ sagði hann og átti þar við þegar hann varði frá Guðjóni Val þegar hálf mínúta var eftir af leiknum.

Austurríki skoraði svo tvö mörk eftir þetta og jafnaði metin, 37-37. „Þetta var ótrúlegt. Ég hef aldrei upplifað aðra eins stemningu á handboltaleik í Austurríki áður.“

„Ég hafði að vísu alltaf trú á okkur en það sem gerðist í lok leiksins var kraftaverki líkast. Þetta var Ísland, silfurhafarnir á Ólympíuleikunum. Þetta var ekki bara hver sem er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×