Handbolti

Sverre: Handboltinn getur verið grimmur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Sverre Jakobsson
Sverre Jakobsson Mynd/Anton
Sverre Jakobsson sagði að það hefði verið mikið áfall að missa leikinn gegn Austurríki í gær niður í jafntefli eftir að hafa verið með þriggja marka forystu þegar mínúta var til leiksloka.

„Nú er framundan nýtt verkefni og það þýðir ekkert að staldra of lengi við hinn leikinn," sagði Sverre við Vísi í dag. „Þetta var sláandi og algjört áfall að missa þetta forskot niður. Handboltinn getur verið grimmur."

„Við höfum nú farið yfir þetta og það var sorglegt að sjá hvað við gerðum mörg mistök, sérstaklega í vörninni."

„En mistökin sem við gerðum eru þess eðlis að það er mjög auðvelt að laga þau. Oftast var um að ræða misskilning eða ranga talningu í vörninni. Svo fengum við allt of mörg hraðaupphlaupsmörk á okkur."

„Við þurfum að ná upp sjálfstraustinu og að menn fari að treysta hvorum öðrum betur. Ef við ætlum að vinna Dani þýðir ekkert að fá á okkur á annan tug hraðaupphlaupa. Það er alveg ljóst."

„En ég vona að okkar slæmi leikur sé nú búinn og að betri og bjartari tímar taki við."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×