Handbolti

Kraftaverkið í Linz

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar

Austurrískir fjölmiðlar spara ekki lýsingarorðin í umfjöllun sinni um leik Austurríkis og Íslands á EM í handbolta í gær.

Austurríki náði ævintýralegu jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu 50 sekúndum leiksins.

„Kraftaverkið í Linz,“ segir í fyrirsögn Neues Volksblatt í umfjöllun blaðsins um leikinn. „Það er erfitt að lýsa því í orðum hvað austurríska landsliðið afrekaði í gær. Sú spurning vaknar hvort þetta hafi verið besti leikur austurríska landsliðsins frá upphafi,“ skrifar greinarhöfundur.

„Síðasta sekúndan varð að sögulegri stund,“ stóð í fyrirsögn í Krone-dagblaðinu, útbreiddasta blaði Austurríkis.

„Leikmenn og stuðningsmenn föðmuðust, dönsuðu og fögnuðu þegar Austurríki náði ótrúlegu jafntefli gegn Íslandi, silfurhöfunum frá Ólympíuleikunum í Peking,“ sagði í umfjöllun OÖ Nachrichten.

„Handboltakraftaverkið í Linz,“ stóð í fyrirsögn dagblaðsins Österreich og skyldi engan undra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×