Sport

Fabiano framlengir við Sevilla

Brasilíski sóknarmaðurinn Luis Fabiano hefur skrifað undir nýjan samning við Sevilla á Spáni. Hann hefur í sumar verið á óskalista margra félaga en nýr samningur hans við Sevilla er til 2013.

Fótbolti

Zaccheroni tekur við Japan

Ítalinn Alberto Zaccheroni hefur verið ráðinn þjálfari landsliðs Japans. Zaccheroni er 57 ára og hefur víða komið við. Hann hefur stýrt Juventus, AC Milan og Inter.

Fótbolti

Robinho til AC Milan?

Fram kemur í ítölskum fjölmiðlum að AC Milan sé ekki búið að loka veskinu. Félagið er að reyna að fá Robinho frá Manchester City.

Fótbolti

Ronaldo frá í þrjár vikur

Cristiano Ronaldo meiddist á ökkla í gær þegar Real Madrid gerði markalaust jafntefli við Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni. Hann verður frá vegna þessara meiðsla næstu þrjár vikur.

Fótbolti

Umfjöllun: Valsmenn veiktu von Selfyssinga

Selfyssingar töpuðu 2-3 fyrir Val á heimavelli sínum í kvöld. Þeir eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir og þrátt fyrir að það sé eins og Fylkismenn séu að reyna að hjálpa þeim að halda sæti sínu er ekki víst að það sé nóg.

Íslenski boltinn

Horner ver ákeyrslu Vettels á meistarann Button

Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull kom Sebastian Vettel til varnar, en Vettel keyrði meistarann Jenson Button út úr keppninni á Spa brautinni í gær. Reyndi framúrakstur, en bíll hans snerist í bleytunni og lenti inn í hliðinni á McLaren Buttons

Formúla 1

Konchesky var á Anfield í gær

Vinstri bakvörðurinn Paul Konchesky verður orðinn leikmaður Liverpool áður en félagaskiptaglugginn lokar. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, ætlar að kaupa leikmanninn frá Fulham.

Enski boltinn