Íslenski boltinn

Gunnleifur: Ætlum ekki að sleppa tangarhaldinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson verður í eldlínunni í Frostaskjólinu í kvöld.
Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson verður í eldlínunni í Frostaskjólinu í kvöld.

„Við erum gríðarlega spenntir, þetta er úrslitaleikur fyrir okkur," segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, fyrir stórleikinn gegn KR í kvöld.

„Draumurinn um að við verjum Íslandsmeistaratitilinn verður orðinn ansi fjarlægur ef við töpum í kvöld. FH-ingar hafa verið sigursælir gegn KR gegnum tíðina og þá sérstaklega í Frostaskjólinu. Það er tangarhald sem við ætlum okkur ekki að sleppa."

Gunnleifur segir að FH þurfi að eiga stórleik til að vinna KR í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu.

„KR er með frábært lið en við þurfum helst að hugsa um okkur sjálfa í kvöld," segir Gunnleifur. Ólafur Páll Snorrason og Björn Daníel Sverrisson verða fjarri góðu gamni í kvöld en þeir eru í banni.

„Auðvitað skiptir máli þegar það vantar sterka menn. En FH er með stóran hóp og á fullt af frábærum leikmönnum sem geta komið inn."

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 á KR-vellinum en tveir leikir eru í kvöld, á Selfossi koma Valsmenn í heimsókn og fer sá leikur fram á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×