Íslenski boltinn

Rúnar: Strákarnir spiluðu fantagóðan leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

"Það er alltaf sárt að tapa fótboltaleik en þegar liðið manns spilar eins og í dag og leggur sig alla fram þá er ég ánægður með liðið," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 0-1 tap gegn FH í kvöld.

"Úrslitin féllu þeirra megin í dag en ekki okkar," sagði Rúnar en KR var að tapa í þriðja sinn fyrir FH í sumar.

"Strákarnir eru súrir eftir tapið en það er verkefni okkar þjálfaranna að koma strákunum í skilning um að þeir hafi átt góðan leik. Þeir spiluðu fantagóðan fótboltaleik en það er súrt að tapa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×