Horner ver ákeyrslu Vettels á meistarann Button 30. ágúst 2010 11:04 Sebastian Vettel fékk engin stig á Spa brautinni í gær. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull kom Sebastian Vettel til varnar, en Vettel keyrði meistarann Jenson Button út úr keppninni á Spa brautinni í gær. Reyndi framúrakstur, en bíll hans snerist í bleytunni og lenti inn í hliðinni á McLaren Buttons. "Ég efast ekkert um hæfileika Vettlels. Þetta bara gekk ekki upp hjá honum að þessu sinni. Hann þarf að vera rólegur og einbeittur, en þetta mun falla með honum einn daginn. Hann þurfti að taka augnabliks ákvörðun og hann gerði ein mistök í kapphlaupinu við Jenson", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Jenson bremsaði fyrr en Vettel átti von á og þegar hann reyndi að forðast hann, þá snerist bíllinn og skall á Jenson. Aðstæður voru erfiðar. Vettel er frábær ökumaður og ungur að árum og það er auðvelt að gagnrýna óreynda menn, en hann lærir á þessu." Horner segir Vettel þroskaðan einstakling og að hann skoði í kjölinn hvað gerist og mæti tvíelfdur í slaginn í næsta mót. Horner segist ekki afskrifa titilmöguleika Vettels, þrátt fyrir óhappið í gær. "Hlutirnir geta breyst hratt og Mark (Webber) hefur unnið fleiri mót en nokkur annar ökumaður og hefur ekið afar vel og er í sínu besta formi. Þetta lítur vel út hjá honum, en þetta getur breyst hratt og það væri ekki gáfulegt að afskrifa Sebastian eins og staðan er", sagði Horner. Staðan í stigamótinu 1 Lewis Hamilton 182 2 Mark Webber 179 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 109 7 Robert Kubica 104 8 Nico Rosberg 102 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull kom Sebastian Vettel til varnar, en Vettel keyrði meistarann Jenson Button út úr keppninni á Spa brautinni í gær. Reyndi framúrakstur, en bíll hans snerist í bleytunni og lenti inn í hliðinni á McLaren Buttons. "Ég efast ekkert um hæfileika Vettlels. Þetta bara gekk ekki upp hjá honum að þessu sinni. Hann þarf að vera rólegur og einbeittur, en þetta mun falla með honum einn daginn. Hann þurfti að taka augnabliks ákvörðun og hann gerði ein mistök í kapphlaupinu við Jenson", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Jenson bremsaði fyrr en Vettel átti von á og þegar hann reyndi að forðast hann, þá snerist bíllinn og skall á Jenson. Aðstæður voru erfiðar. Vettel er frábær ökumaður og ungur að árum og það er auðvelt að gagnrýna óreynda menn, en hann lærir á þessu." Horner segir Vettel þroskaðan einstakling og að hann skoði í kjölinn hvað gerist og mæti tvíelfdur í slaginn í næsta mót. Horner segist ekki afskrifa titilmöguleika Vettels, þrátt fyrir óhappið í gær. "Hlutirnir geta breyst hratt og Mark (Webber) hefur unnið fleiri mót en nokkur annar ökumaður og hefur ekið afar vel og er í sínu besta formi. Þetta lítur vel út hjá honum, en þetta getur breyst hratt og það væri ekki gáfulegt að afskrifa Sebastian eins og staðan er", sagði Horner. Staðan í stigamótinu 1 Lewis Hamilton 182 2 Mark Webber 179 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 109 7 Robert Kubica 104 8 Nico Rosberg 102
Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira