Sport Coca-Cola að rifta samningi við Rooney? Wayne Rooney gæti misst einn stærsta auglýsingasamning sinn. Mail on Sunday greinir frá því að í höfuðstöðvum Coca-Cola gosdrykkjafyrirtækisins séu menn allskostar ekki sáttir við neikvæðar fréttir af kappanum. Enski boltinn 12.9.2010 18:00 Alonso: Sérstök tilfinning að vinna á Monza Fernando Alonso var hylltur af heimamönnum á Monza brautinni á Ítalíu í dag þegar Ferrrari vann 18 sigurinn á brautinni, sem er met hjá bílasmið á einni og sömu brautinni. Alonso líkti sigrinum við sigur sem hann vann í heimalandi sínu árið 2006 á Barcelona brautinni. Formúla 1 12.9.2010 17:40 Aron með tvö mörk í öruggum sigri Kiel á Lemgo Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel í níu marka sigri á Lemgo, 35-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Sigur Kiel var öruggur en liðið var með fimm marka forskot í hálfleik, 18-13. Handbolti 12.9.2010 17:01 Umfjöllun: FH-ingar enn með í baráttunni FH-ingar unnu góðan 2-1 sigur á Selfyssingum í 19.umferð Pepsi-deildar karla í gær en leikið var á Kaplakrikavelli. Björn Daníel Sverrisson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk FH-inga en Viðar Kjartansson skoraði eina mark gestanna. Íslenski boltinn 12.9.2010 16:45 KR-ingar unnu 4-2 sigur í Eyjum KR-ingar skutu Eyjamenn af toppnum og bættu stöðu sína í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn með 4-2 sigri í Eyjum í kvöld. Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk fyrir KR en Eyjamenn fóru illa með mörg góð færi í leiknum þar á meðal vítaspyrnu í stöðunni 2-1 fyrir KR. Íslenski boltinn 12.9.2010 16:45 Umfjöllun: Haukar eygja enn von eftir jafntefli í Grindavík Leik Grindavíkur og Hauka lauk með 1-1 jafntefli í Grindavík. Með þessu halda Grindvíkingar ágætis forskoti á fallsætin tvö en Haukamenn hinsvegar lyftu sér upp fyrir Selfyssinga á markatölu eftir 2-1 tap þeirra fyrir FH. Íslenski boltinn 12.9.2010 16:45 Umfjöllun: Frjáls og flæðandi sóknarleikur Valsmanna Valsmenn tóku á móti Stjörnumönnum í 19. umferð Pepsí deildar karla í kvöld. Lokatölur leiksins 5-1 sigur Valsmanna sem ef til vill kom mörgum í opna skjöldu. Stórsigur Valsmanna og líklegast besti leikur þeirra undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar. Íslenski boltinn 12.9.2010 16:45 Umfjöllun: Erfiður vinnudagur Blika borgaði sig Blikar eru komnir í efsta sætið í Pepsi-deild karla eftir 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks. Íslenski boltinn 12.9.2010 16:45 Liverpool slapp með markalaust jafntefli frá Birmingham Liverpool gat þakkað markverði sínum og bitleysi sóknarmanna Birmingham fyrir að fá stig út úr leik sínum á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Birmingham skapaði miklu fleiri færi en gestirnir en undir lokin voru Liverpool-menn þó nálægt því að stela sigrinum. Enski boltinn 12.9.2010 16:44 Jafntefli hjá Juventus og Sampdoria í markaleik Juventus náði í sitt fyrsta stig á þessu tímabili þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Sampdoria í 2. umferð ítölsku A-deildarinnar. Sampdoria er með fjögur stig. Fótbolti 12.9.2010 16:00 FH-ingar unnu opna norðlenska mótið í handbolta FH-ingar tryggðu sér sigur á opna norðlenska mótinu í handbolta sem fram fór í Höllinni á Akureyri um helgina. FH-ingar unnu þriggja marka sigur á heimamönnum í úrslitaleiknum. Handbolti 12.9.2010 15:45 Sannfærandi sigur hjá Rhein-Neckar Löwen Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen vann öruggan 28-25 útisigur á Ahlen-Hamm í þýska handboltanum í dag. Handbolti 12.9.2010 15:15 Modric frá í langan tíma? Harry Redknapp óttast að Luka Modric verði frá í langan tíma eftir að hafa farið meiddur af velli í 1-1 jafntefli Tottenham gegn WBA. Enski boltinn 12.9.2010 14:45 Fernando Alonso vann ítalska kappaksturinn Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. Formúla 1 12.9.2010 13:30 Ancelotti um endurkomu Essien: Betra en að kaupa nýjan leikmann Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hrósaði Michael Essien eftir að Ganamaðurinn skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Chelsea á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 12.9.2010 13:00 Beckham mættur aftur út á völl David Beckham kom inn sem varamaður þegar LA Galaxy vann Columbus Crew 3-1. Beckham lék síðustu 20 mínúturnar og var þetta fyrsti leikur hans í sex mánuði. Enski boltinn 12.9.2010 13:00 Kevin Durant setti nýtt bandarískt stigamet í sigrinum á Litháen Kevin Durant setti nýtt stigamet hjá bandaríska landsliðinu í gær þegar hann skoraði 38 stig í sigrinum á Litháen í undanúrslitaleik keppninnar. Durant bætti metið hans Carmelo Anthony sem var 35 stig. Körfubolti 12.9.2010 12:15 Hólmfríður og félagar þurfa að fara lengri leiðina í úrslitaleikinn Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki leikið vegna meiðsla þegar Philadelphia Independence tapaði 4-1 fyrir deildarmeisturum FC Gold Pride í lokaumferð deildarkeppni bandaríska kvennafótboltans í nótt. Framundan er úrsltiakeppnin um meistaratitilinn en fyrsti leikur Philadelphia-liðins fer fram 19. september. Fótbolti 12.9.2010 11:45 Titilslagur á Monza í dag Formúlu 1 mótið á Monza fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30. Formúla 1 12.9.2010 10:19 Kenwyne Jones: Ætlar að reyna að læra af Eiði Smára Kenwyne Jones er spenntur fyrir tækifærinu á að fá að spila með Eiði Smára Guðjohnsen hjá Stoke en báðir munu þeir væntanlega spila lykilhlutverk í sóknarleik Stoke-liðsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Enski boltinn 12.9.2010 10:00 Berglind með tvö mörk í sigri á Búlgaríu - jafnaði markamet Gretu Stelpurnar í 19 ára landsliðinu byrjuðu vel í undankeppni Evrópumótsins þegar þær unnu 2-0 sigur á heimastúlkum í gær. Blikinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum, eitt í hvorum hálfleik. Íslenski boltinn 12.9.2010 09:00 Lið frá Ástralíu vill semja við Ronaldo - fær 11 milljónir á leik Ástralska fótboltaliðið Melbourne Heart hefur mikinn áhuga á að fá til sín Brasilíumanninn Ronaldo og hefur haft samband við þennan fyrrum besta knattspyrnumann heims. Fótbolti 12.9.2010 08:00 Ballack meiddist í jafntefli Leverkusen Michael Ballack haltraði útaf í 2-2 jafntefli Bayer Leverkusen á móti Hanover í þýsku úrvalsdeildinni í gær og það ætlar að ganga illa hjá fyrirliða þýska landsliðsins að ná aftur sínum full styrk eftir meiðslin sem héldu honum frá HM í Suður-Afríku í sumar. Fótbolti 12.9.2010 07:00 Keilisfólkið Rúnar og Guðrún Brá efnilegust í golfinu Rúnar Arnórsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, bæði úr Keili úr Hafnarfirði voru valin efnilegustu kylfingar ársins 2010 á uppskeruhátíð Golfsambandsins sem fór fram í gær. Golf 12.9.2010 06:00 Snorri Steinn með tvö mörk í sigri á meisturunum Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk þegar AG Köbenhavn vann eins marks útisigur, 31-30, á dönsku meisturunum í Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Handbolti 11.9.2010 23:15 Valskonur náðu í jafntefli í Slóvakíu og komust áfram í EHF-keppninni Íslandsmeistarar Vals í handbolta tryggðu sér sæti í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta Í dag þegar liðið náði 30-30 jafntefli við Iuventa frá Slóvakíu. Valur vann fyrri leikinn á heimavelli með fimm mörkum um síðustu helgi. Handbolti 11.9.2010 22:45 Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Helgi Sigurðsson og félagar í Víkingi komust í dag upp í Pepsi-deild karla næsta sumar eftir 2-0 sigur á KA fyrir norðan í næstsíðustu umferð 1. deildar karla. Það var mikil gleði í leikslok enda Víkingar komnir í úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan sumarið 2007. Íslenski boltinn 11.9.2010 22:00 Samuel Eto'o tryggði Inter sigur en AC Milan lá fyrir Cesena Internazionale vann sinn fyrsta leik undir stjórn Rafael Benitez þegar liðið lagði Udinese að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Samuel Eto'o skoraði sigurmarkið í leiknum á 67. mínútu en nágrannarnir í AC Milan töpuðu hinsvegar 2-0 fyrir Cesena. Fótbolti 11.9.2010 21:00 Tyrkir mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum Tyrkir komust í úrslitaleikinn á HM í fyrsta sinn í sögunni eftir æsispennandi og dramatískan undanúrslitaleik við Serba í kvöld á HM í körfubolta í Tyrklandi. Tyrkir skoruðu sigurkörfuna hálfri sekúndu fyrir leiklok og unnu 83-82. Körfubolti 11.9.2010 20:36 Ricardo Carvalho tryggði Real Madrid sigur Ricardo Carvalho sá til þess að Real Madrid vann sinn fyrsta heimaleik undir stjórn landa hans Jose Mourinho. Portúgalski miðvörðurinn skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Osasuna í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 11.9.2010 19:51 « ‹ ›
Coca-Cola að rifta samningi við Rooney? Wayne Rooney gæti misst einn stærsta auglýsingasamning sinn. Mail on Sunday greinir frá því að í höfuðstöðvum Coca-Cola gosdrykkjafyrirtækisins séu menn allskostar ekki sáttir við neikvæðar fréttir af kappanum. Enski boltinn 12.9.2010 18:00
Alonso: Sérstök tilfinning að vinna á Monza Fernando Alonso var hylltur af heimamönnum á Monza brautinni á Ítalíu í dag þegar Ferrrari vann 18 sigurinn á brautinni, sem er met hjá bílasmið á einni og sömu brautinni. Alonso líkti sigrinum við sigur sem hann vann í heimalandi sínu árið 2006 á Barcelona brautinni. Formúla 1 12.9.2010 17:40
Aron með tvö mörk í öruggum sigri Kiel á Lemgo Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel í níu marka sigri á Lemgo, 35-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Sigur Kiel var öruggur en liðið var með fimm marka forskot í hálfleik, 18-13. Handbolti 12.9.2010 17:01
Umfjöllun: FH-ingar enn með í baráttunni FH-ingar unnu góðan 2-1 sigur á Selfyssingum í 19.umferð Pepsi-deildar karla í gær en leikið var á Kaplakrikavelli. Björn Daníel Sverrisson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk FH-inga en Viðar Kjartansson skoraði eina mark gestanna. Íslenski boltinn 12.9.2010 16:45
KR-ingar unnu 4-2 sigur í Eyjum KR-ingar skutu Eyjamenn af toppnum og bættu stöðu sína í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn með 4-2 sigri í Eyjum í kvöld. Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk fyrir KR en Eyjamenn fóru illa með mörg góð færi í leiknum þar á meðal vítaspyrnu í stöðunni 2-1 fyrir KR. Íslenski boltinn 12.9.2010 16:45
Umfjöllun: Haukar eygja enn von eftir jafntefli í Grindavík Leik Grindavíkur og Hauka lauk með 1-1 jafntefli í Grindavík. Með þessu halda Grindvíkingar ágætis forskoti á fallsætin tvö en Haukamenn hinsvegar lyftu sér upp fyrir Selfyssinga á markatölu eftir 2-1 tap þeirra fyrir FH. Íslenski boltinn 12.9.2010 16:45
Umfjöllun: Frjáls og flæðandi sóknarleikur Valsmanna Valsmenn tóku á móti Stjörnumönnum í 19. umferð Pepsí deildar karla í kvöld. Lokatölur leiksins 5-1 sigur Valsmanna sem ef til vill kom mörgum í opna skjöldu. Stórsigur Valsmanna og líklegast besti leikur þeirra undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar. Íslenski boltinn 12.9.2010 16:45
Umfjöllun: Erfiður vinnudagur Blika borgaði sig Blikar eru komnir í efsta sætið í Pepsi-deild karla eftir 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks. Íslenski boltinn 12.9.2010 16:45
Liverpool slapp með markalaust jafntefli frá Birmingham Liverpool gat þakkað markverði sínum og bitleysi sóknarmanna Birmingham fyrir að fá stig út úr leik sínum á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Birmingham skapaði miklu fleiri færi en gestirnir en undir lokin voru Liverpool-menn þó nálægt því að stela sigrinum. Enski boltinn 12.9.2010 16:44
Jafntefli hjá Juventus og Sampdoria í markaleik Juventus náði í sitt fyrsta stig á þessu tímabili þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Sampdoria í 2. umferð ítölsku A-deildarinnar. Sampdoria er með fjögur stig. Fótbolti 12.9.2010 16:00
FH-ingar unnu opna norðlenska mótið í handbolta FH-ingar tryggðu sér sigur á opna norðlenska mótinu í handbolta sem fram fór í Höllinni á Akureyri um helgina. FH-ingar unnu þriggja marka sigur á heimamönnum í úrslitaleiknum. Handbolti 12.9.2010 15:45
Sannfærandi sigur hjá Rhein-Neckar Löwen Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen vann öruggan 28-25 útisigur á Ahlen-Hamm í þýska handboltanum í dag. Handbolti 12.9.2010 15:15
Modric frá í langan tíma? Harry Redknapp óttast að Luka Modric verði frá í langan tíma eftir að hafa farið meiddur af velli í 1-1 jafntefli Tottenham gegn WBA. Enski boltinn 12.9.2010 14:45
Fernando Alonso vann ítalska kappaksturinn Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. Formúla 1 12.9.2010 13:30
Ancelotti um endurkomu Essien: Betra en að kaupa nýjan leikmann Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hrósaði Michael Essien eftir að Ganamaðurinn skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Chelsea á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 12.9.2010 13:00
Beckham mættur aftur út á völl David Beckham kom inn sem varamaður þegar LA Galaxy vann Columbus Crew 3-1. Beckham lék síðustu 20 mínúturnar og var þetta fyrsti leikur hans í sex mánuði. Enski boltinn 12.9.2010 13:00
Kevin Durant setti nýtt bandarískt stigamet í sigrinum á Litháen Kevin Durant setti nýtt stigamet hjá bandaríska landsliðinu í gær þegar hann skoraði 38 stig í sigrinum á Litháen í undanúrslitaleik keppninnar. Durant bætti metið hans Carmelo Anthony sem var 35 stig. Körfubolti 12.9.2010 12:15
Hólmfríður og félagar þurfa að fara lengri leiðina í úrslitaleikinn Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki leikið vegna meiðsla þegar Philadelphia Independence tapaði 4-1 fyrir deildarmeisturum FC Gold Pride í lokaumferð deildarkeppni bandaríska kvennafótboltans í nótt. Framundan er úrsltiakeppnin um meistaratitilinn en fyrsti leikur Philadelphia-liðins fer fram 19. september. Fótbolti 12.9.2010 11:45
Titilslagur á Monza í dag Formúlu 1 mótið á Monza fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30. Formúla 1 12.9.2010 10:19
Kenwyne Jones: Ætlar að reyna að læra af Eiði Smára Kenwyne Jones er spenntur fyrir tækifærinu á að fá að spila með Eiði Smára Guðjohnsen hjá Stoke en báðir munu þeir væntanlega spila lykilhlutverk í sóknarleik Stoke-liðsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Enski boltinn 12.9.2010 10:00
Berglind með tvö mörk í sigri á Búlgaríu - jafnaði markamet Gretu Stelpurnar í 19 ára landsliðinu byrjuðu vel í undankeppni Evrópumótsins þegar þær unnu 2-0 sigur á heimastúlkum í gær. Blikinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum, eitt í hvorum hálfleik. Íslenski boltinn 12.9.2010 09:00
Lið frá Ástralíu vill semja við Ronaldo - fær 11 milljónir á leik Ástralska fótboltaliðið Melbourne Heart hefur mikinn áhuga á að fá til sín Brasilíumanninn Ronaldo og hefur haft samband við þennan fyrrum besta knattspyrnumann heims. Fótbolti 12.9.2010 08:00
Ballack meiddist í jafntefli Leverkusen Michael Ballack haltraði útaf í 2-2 jafntefli Bayer Leverkusen á móti Hanover í þýsku úrvalsdeildinni í gær og það ætlar að ganga illa hjá fyrirliða þýska landsliðsins að ná aftur sínum full styrk eftir meiðslin sem héldu honum frá HM í Suður-Afríku í sumar. Fótbolti 12.9.2010 07:00
Keilisfólkið Rúnar og Guðrún Brá efnilegust í golfinu Rúnar Arnórsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, bæði úr Keili úr Hafnarfirði voru valin efnilegustu kylfingar ársins 2010 á uppskeruhátíð Golfsambandsins sem fór fram í gær. Golf 12.9.2010 06:00
Snorri Steinn með tvö mörk í sigri á meisturunum Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk þegar AG Köbenhavn vann eins marks útisigur, 31-30, á dönsku meisturunum í Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Handbolti 11.9.2010 23:15
Valskonur náðu í jafntefli í Slóvakíu og komust áfram í EHF-keppninni Íslandsmeistarar Vals í handbolta tryggðu sér sæti í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta Í dag þegar liðið náði 30-30 jafntefli við Iuventa frá Slóvakíu. Valur vann fyrri leikinn á heimavelli með fimm mörkum um síðustu helgi. Handbolti 11.9.2010 22:45
Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Helgi Sigurðsson og félagar í Víkingi komust í dag upp í Pepsi-deild karla næsta sumar eftir 2-0 sigur á KA fyrir norðan í næstsíðustu umferð 1. deildar karla. Það var mikil gleði í leikslok enda Víkingar komnir í úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan sumarið 2007. Íslenski boltinn 11.9.2010 22:00
Samuel Eto'o tryggði Inter sigur en AC Milan lá fyrir Cesena Internazionale vann sinn fyrsta leik undir stjórn Rafael Benitez þegar liðið lagði Udinese að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Samuel Eto'o skoraði sigurmarkið í leiknum á 67. mínútu en nágrannarnir í AC Milan töpuðu hinsvegar 2-0 fyrir Cesena. Fótbolti 11.9.2010 21:00
Tyrkir mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum Tyrkir komust í úrslitaleikinn á HM í fyrsta sinn í sögunni eftir æsispennandi og dramatískan undanúrslitaleik við Serba í kvöld á HM í körfubolta í Tyrklandi. Tyrkir skoruðu sigurkörfuna hálfri sekúndu fyrir leiklok og unnu 83-82. Körfubolti 11.9.2010 20:36
Ricardo Carvalho tryggði Real Madrid sigur Ricardo Carvalho sá til þess að Real Madrid vann sinn fyrsta heimaleik undir stjórn landa hans Jose Mourinho. Portúgalski miðvörðurinn skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Osasuna í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 11.9.2010 19:51