Sport

Coca-Cola að rifta samningi við Rooney?

Wayne Rooney gæti misst einn stærsta auglýsingasamning sinn. Mail on Sunday greinir frá því að í höfuðstöðvum Coca-Cola gosdrykkjafyrirtækisins séu menn allskostar ekki sáttir við neikvæðar fréttir af kappanum.

Enski boltinn

Alonso: Sérstök tilfinning að vinna á Monza

Fernando Alonso var hylltur af heimamönnum á Monza brautinni á Ítalíu í dag þegar Ferrrari vann 18 sigurinn á brautinni, sem er met hjá bílasmið á einni og sömu brautinni. Alonso líkti sigrinum við sigur sem hann vann í heimalandi sínu árið 2006 á Barcelona brautinni.

Formúla 1

Umfjöllun: FH-ingar enn með í baráttunni

FH-ingar unnu góðan 2-1 sigur á Selfyssingum í 19.umferð Pepsi-deildar karla í gær en leikið var á Kaplakrikavelli. Björn Daníel Sverrisson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk FH-inga en Viðar Kjartansson skoraði eina mark gestanna.

Íslenski boltinn

KR-ingar unnu 4-2 sigur í Eyjum

KR-ingar skutu Eyjamenn af toppnum og bættu stöðu sína í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn með 4-2 sigri í Eyjum í kvöld. Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk fyrir KR en Eyjamenn fóru illa með mörg góð færi í leiknum þar á meðal vítaspyrnu í stöðunni 2-1 fyrir KR.

Íslenski boltinn

Liverpool slapp með markalaust jafntefli frá Birmingham

Liverpool gat þakkað markverði sínum og bitleysi sóknarmanna Birmingham fyrir að fá stig út úr leik sínum á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Birmingham skapaði miklu fleiri færi en gestirnir en undir lokin voru Liverpool-menn þó nálægt því að stela sigrinum.

Enski boltinn

Fernando Alonso vann ítalska kappaksturinn

Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren.

Formúla 1

Ballack meiddist í jafntefli Leverkusen

Michael Ballack haltraði útaf í 2-2 jafntefli Bayer Leverkusen á móti Hanover í þýsku úrvalsdeildinni í gær og það ætlar að ganga illa hjá fyrirliða þýska landsliðsins að ná aftur sínum full styrk eftir meiðslin sem héldu honum frá HM í Suður-Afríku í sumar.

Fótbolti

Samuel Eto'o tryggði Inter sigur en AC Milan lá fyrir Cesena

Internazionale vann sinn fyrsta leik undir stjórn Rafael Benitez þegar liðið lagði Udinese að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Samuel Eto'o skoraði sigurmarkið í leiknum á 67. mínútu en nágrannarnir í AC Milan töpuðu hinsvegar 2-0 fyrir Cesena.

Fótbolti

Tyrkir mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum

Tyrkir komust í úrslitaleikinn á HM í fyrsta sinn í sögunni eftir æsispennandi og dramatískan undanúrslitaleik við Serba í kvöld á HM í körfubolta í Tyrklandi. Tyrkir skoruðu sigurkörfuna hálfri sekúndu fyrir leiklok og unnu 83-82.

Körfubolti

Ricardo Carvalho tryggði Real Madrid sigur

Ricardo Carvalho sá til þess að Real Madrid vann sinn fyrsta heimaleik undir stjórn landa hans Jose Mourinho. Portúgalski miðvörðurinn skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Osasuna í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fótbolti