Umfjöllun: Erfiður vinnudagur Blika borgaði sig Elvar Geir Magnússon skrifar 12. september 2010 16:45 Blikar eru komnir í efsta sætið í Pepsi-deild karla eftir 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks. Það var flottur fótboltaleikur sem í boði var á Kópavogsvelli. Sá sem hér skrifar viðurkennir að hafa búist við öruggum sigri heimamanna þegar hann skoðaði leikskýrsluna fyrir leik en raunin varð önnur. Fylkismenn voru án sterkra leikmanna á borð við Kristján Valdimarsson, Tómas Joð Þorsteinsson, Val Fannar Gíslason og Ólaf Stígsson en þeirra skarð fylltu ungir menn sem stóðu sig vel. Á bekknum voru svo kornungir strákar. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en fullt af flottum sóknum og góðum færum litu þó dagsins ljós. Fylkismenn fengu í raun betri færi fyrir hlé en eins og svo oft áður átti seinni hálfleikurinn svo eftir að reynast þeim illa. Blikar skoruðu eina mark leiksins eftir vel útfærða skyndisókn á 49. mínútu sem byrjaði með löngu kasti frá Ingvari Kale. Haukur Baldvinsson átti svo frábæran sprett og sendi á Finn Orra sem tók skotið. Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, náði að koma höndum í boltann sem stefndi markið þegar Kristinn Steindórsson mætti og kláraði dæmið. Eftir þetta voru Blikar líklegri til að bæta við en gestirnir að jafna. Árbæingar gáfust þó alls ekki upp og sýndu mikla vinnusemi og dugnað. Skömmu fyrir leikslok hefðu þeir getað refsað heimamönnum og jafnað. Ingimundur Níels Óskarsson fór þá illa með dauðafæri. Það voru Blikar sem fögnuðu í leikslok. Sigurinn ásamt tapi Eyjamanna á heimavelli þýðir að Blikar eru aftur komnir í toppsætið þar sem að þeir eru með stigi meira en ÍBV þegar þrjár umferðir eru eftir. Fylkismenn eru áfram í bullandi fallhættu eftir fimmta deildartapið sitt í röð en það er huggun harmi gegn fyrir þá að önnur úrslit kvöldsins voru þeim í hag. Liðið er með fjórum stigum meira en Selfoss og Haukar þegar þrjár umferðir eru eftir. Breiðablik - Fylkir 1-01-0 Kristinn Steindórsson (49.) Áhorfendur: 1.653 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 8 Skot (á mark): 13-10 (8-5) Varin skot: Kale 4 - Fjalar 7 Horn: 7-9 Aukaspyrnur fengnar: 9-9 Rangstöður: 0-2Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 8 Jökull Elísabetarson 7 Kári Ársælsson 7 Elfar Freyr Helgason 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Finnur Orri Margeirsson 8* - Maður leiksins Guðmundur Kristjánsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 5 (62. Andri Rafn Yeoman 6) Haukur Baldvinsson 7 (73. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6Fylkir 4-5-1 Fjalar Þorgeirsson 8 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Þórir Hannesson 7 Davíð Þór Ásbjörnsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 Andri Már Hermannsson 7 (73. Friðrik Ingi Þráinsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 5 Jóhann Þórhallsson 6 (88. Ragnar Bragi Sveinsson -) Albert Brynjar Ingason 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Blikar eru komnir í efsta sætið í Pepsi-deild karla eftir 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks. Það var flottur fótboltaleikur sem í boði var á Kópavogsvelli. Sá sem hér skrifar viðurkennir að hafa búist við öruggum sigri heimamanna þegar hann skoðaði leikskýrsluna fyrir leik en raunin varð önnur. Fylkismenn voru án sterkra leikmanna á borð við Kristján Valdimarsson, Tómas Joð Þorsteinsson, Val Fannar Gíslason og Ólaf Stígsson en þeirra skarð fylltu ungir menn sem stóðu sig vel. Á bekknum voru svo kornungir strákar. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en fullt af flottum sóknum og góðum færum litu þó dagsins ljós. Fylkismenn fengu í raun betri færi fyrir hlé en eins og svo oft áður átti seinni hálfleikurinn svo eftir að reynast þeim illa. Blikar skoruðu eina mark leiksins eftir vel útfærða skyndisókn á 49. mínútu sem byrjaði með löngu kasti frá Ingvari Kale. Haukur Baldvinsson átti svo frábæran sprett og sendi á Finn Orra sem tók skotið. Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, náði að koma höndum í boltann sem stefndi markið þegar Kristinn Steindórsson mætti og kláraði dæmið. Eftir þetta voru Blikar líklegri til að bæta við en gestirnir að jafna. Árbæingar gáfust þó alls ekki upp og sýndu mikla vinnusemi og dugnað. Skömmu fyrir leikslok hefðu þeir getað refsað heimamönnum og jafnað. Ingimundur Níels Óskarsson fór þá illa með dauðafæri. Það voru Blikar sem fögnuðu í leikslok. Sigurinn ásamt tapi Eyjamanna á heimavelli þýðir að Blikar eru aftur komnir í toppsætið þar sem að þeir eru með stigi meira en ÍBV þegar þrjár umferðir eru eftir. Fylkismenn eru áfram í bullandi fallhættu eftir fimmta deildartapið sitt í röð en það er huggun harmi gegn fyrir þá að önnur úrslit kvöldsins voru þeim í hag. Liðið er með fjórum stigum meira en Selfoss og Haukar þegar þrjár umferðir eru eftir. Breiðablik - Fylkir 1-01-0 Kristinn Steindórsson (49.) Áhorfendur: 1.653 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 8 Skot (á mark): 13-10 (8-5) Varin skot: Kale 4 - Fjalar 7 Horn: 7-9 Aukaspyrnur fengnar: 9-9 Rangstöður: 0-2Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 8 Jökull Elísabetarson 7 Kári Ársælsson 7 Elfar Freyr Helgason 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Finnur Orri Margeirsson 8* - Maður leiksins Guðmundur Kristjánsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 5 (62. Andri Rafn Yeoman 6) Haukur Baldvinsson 7 (73. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6Fylkir 4-5-1 Fjalar Þorgeirsson 8 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Þórir Hannesson 7 Davíð Þór Ásbjörnsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 Andri Már Hermannsson 7 (73. Friðrik Ingi Þráinsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 5 Jóhann Þórhallsson 6 (88. Ragnar Bragi Sveinsson -) Albert Brynjar Ingason 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki