Handbolti

Aron með tvö mörk í öruggum sigri Kiel á Lemgo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/GettyImages
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel í níu marka sigri á Lemgo, 35-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Sigur Kiel var öruggur en liðið var með fimm marka forskot í hálfleik, 18-13.

Sænski línumaðurin Marcus Ahlm og Momir Ilic voru markahæstur hjá Kiel með 8 mörk en Filip Jicha, og Christian Zeitz skoruðu báðir 5 mörk.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hafa byrjað tímabilið vel en áður hafði liðið unnið 18 marka sigur á Friesenheim og sjö marka útisigur á Rheinland. Aron hefur skorað alls 6 mörk í þessum þremur fyrstu leikjum tímabilsins.

Íslendingaliðin Füchse Berlin, Rhein-Neckar Löwen og Kiel eru einu ósigruðu liðin í þýsku deildinni til þessa og sitja í efstu sætum deildarinnar eftir þrjár umferðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×