Sport

Hughes: Fáránleg tækling

Mark Hughes, stjóri Fulham, gagnrýnir Andy Wilkinson, leikmann Stoke, harkalega fyrir tæklingu hans á Moussa Dembele í leik liðanna í ensku deildabikarkeppninni í gær.

Enski boltinn

Ferguson: Bebe spilar í kvöld

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Portúgalinn Bebe muni spila sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. Þá mætir liðið Scunthorpe í ensku deildabikarkeppninni.

Enski boltinn

Thierry Henry getur ekki spilað á móti David Beckham

Það verður ekkert af uppgjöri Thierry Henry og David Beckham þegar lið þeirra New York Red Bulls og Los Angeles Galaxy mætast í bandarísku MLS-deildinni á föstudaginn. Beckham er búinn að ná sér eftir að hafa slitið hásin en Henry missir hinsvegar af leiknum vegna hnémeiðsla.

Fótbolti

Brentford vann Everton í vítakeppni

C-deildarliðið Brentford sló í kvöld út úrvalsdeildarliðið Everton út úr 3. umferð enska deildarbikarsins. Staðan var 1-1 eftir framlengingu en Brentford tryggði sér 4-3 sigur í vítakeppni. Það gengur því ekkert upp hjá Everton á þessu tímabili.

Enski boltinn

Tvö víti í framlengingu tryggðu Arsenal sigur á Tottenham

Arsenal vann 4-1 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham í 3. umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Leikurinn fór fram á White Hart Lane í kvöld og fór í framlengingu en staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Arsenal skoraði þrjú mörk í fyrri hluta framlengingarinnar og gerði þá út um leikinn.

Enski boltinn

Ujfalusi fær tveggja leikja bann fyrir brotið á Messi

Tomas Ujfalusi, tékkneski varnarmaðurinn hjá Atletico Madrid, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir brot sitt á Lionel Messi í spænsku deildinni um síðustu helgi. Lionel Messi missir af næstu tveimur leikjum Barcelona og gæti verið enn lengur frá.

Fótbolti

Eiður Smári áfram á bekknum hjá Stoke

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í byrjunarliði Stoke sem mætir Fulham í enska deildarbikarnum á eftir. Eiður Smári hefur ekki enn fengið að byrja leik með Stoke síðan að hann kom þangað frá Mónakó en hann kom inn á sem varamaður í síðasta leik.

Enski boltinn

Paulo Bento kemur með Portúgal á Laugardalsvöllinn

Paulo Bento var í dag ráðinn þjálfari portúgalska landsliðsins í fótbolta og tekur hann við starfi Carlos Queiroz sem var rekinn fyrr í þessum mánuði. Paulo Bento gerði samning við portúgalska sambandið fram yfir úrslitakeppni EM 2012.

Fótbolti

Benitez: Stjórnarmenn Liverpool vissu ekkert um fótbolta

Rafael Benitez, þjálfari Internazionale Milano á Ítalíu, er ekki búinn að segja sitt síðasta í orðastríðinu við sitt gamla félag Liverpool. Benitez lætur nú síðast stjórnina hjá Liverpool heyra það en það hefur komið vel fram í fjölmiðlum að Benitez náði aldrei vel saman við stjórnarmenn félagsins.

Enski boltinn

Guðmundur Pétursson með slitið krossband

Blikinn Guðmundur Pétursson hefur fengið það staðfest að hann er með slitið krossband en hann meiddist á hné á móti sínum gömlu félögum í KR í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Íslenski boltinn

Lothar Matthäus tekur við búlgarska landsliðinu

Lothar Matthäus, fyrrum fyrirliði heimsmeistaraliðs Þjóðverja, verður næsti landsliðsþjálfari Búlgara en hann tekur við stöðunni af Stanimir Stoilov sem sagði af sér eftir að Búlgarir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM á móti Englandi og Svartfjallalandi.

Fótbolti