Íslenski boltinn

Sautján leikmenn verða í banni í lokaumferð Pepsi-deildar karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sam Tillen getur ekki spilað á móti FH.
Sam Tillen getur ekki spilað á móti FH.
Níu af tólf liðum Pepsi-deildar karla verða með leikmenn í banni í lokaumferðinni á laugardaginn en Aga- og úrskurðarefnd KSÍ er búið að gefa út vikulegan lista sinn yfir þá leikmenn sem eru komnir í leikbann.

Framarar verða án Tillen-bræðranna og Ívars Björnssonar í leiknum á móti FH, Blikar verða án fyrirliðans Kári Ársælssonar og markahæsta manns deildarinnar, Alfreðs Finnbogasonar og þá munu Eyjamenn heimsækja Keflvíkinga án þeirra Tryggva Guðmundssonar og Finns Ólafssonar.

FH-ingar eru með Pétur Viðarsson í banni í sínum leik en ætti að geta nýtt sér það að þrír sterkir leikmenn geta ekki spilað með Framliðinu.

Hér fyrir neðan er listi yfir þá 17 leikmenn sem verða í banni í lokaumferðinni.

Leikmenn í banni í lokaumferð Pepsi-deildar karla:

Breiðablik (Alfreð Finnbogason og Kári Ársælsson)

FH (Pétur Viðarsson)

Fram (Samuel Lee Tillen, Josep Edward Tillen og Ívar Björnsson)

Haukar (Grétar Atli Grétarsson)

ÍBV (Tryggvi Guðmundsson og Finnur Ólafsson)

KR (Björgólfur Takefusa og Mark Rutgers)

Selfoss (Arilíus Marteinsson* og Jón Guðbrandsson)

Stjarnan (Jóhann Laxdal)

Valur ( Baldur Ingimar Aðalsteinsson*, Greg Ross og Martin Meldgaard Pedersen*)

* Fengu tveggja leikja bann vegna 8 gulra spjalda








Fleiri fréttir

Sjá meira


×