Enski boltinn

Bebe líklega í leikmannahópi United á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að líklegt sé að Portúgalinn Bebe verði í leikmannahópi Manchester United er liðið mætir Scunthorpe í ensku deildabikarkeppninni á morgun.

Bebe kom ekki við sögu í leik varaliðs United gegn Bury í gær og þykir það gefa til kynna að hann fái að spreyta sig í leiknum annað kvöld.

Búist er einnig við því að þeir Michael Owen og Anderson verði báðir í byrjunarliði United annað kvöld en Rio Ferdinand er enn að jafna sig á sínum meiðslum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×