Sport

Hvít-Rússar slógu Ítali út í umspili fyrir EM 21 árs liða

Íslenska 21 árs landsliðið mætir ekki Ítölum á Evrópumótinu í Danmörku næsta sumar. Það kom í ljós í dag þegar Hvít-Rússar slógu Ítali út með 3-0 sigri í seinni umspilsleik þjóðanna. Spánn og Tékkland fóru hinsvegar örugglega áfram eftir örugga sigra á útivelli.

Fótbolti

Chung mun ekki bjóða sig fram til forseta FIFA

Sepp Blatter, forseti FIFA, er áfram bara einn í framboði í forsetakosningum FIFA á næsta ári. Suður-Kóerumaðurinn og varaforseti FIFA, Chung Mong-joon, var að íhuga framboð en hefur nú tilkynnt það að hann muni ekki bjóða sig fram eftir allt saman.

Fótbolti

Gerrard ósáttur með harða gagnrýni á Torres og Hodgson

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er ósáttur með harða og að hans mati ósanngjarna gagnrýni á framherjann Fernando Torres og knattspyrnustjórann Roy Hodgson. Torres hefur verið gagnrýndur fyrir skort á mörkum á tímabilinu og byrjun Roy Hodgson hefur gengið illa þar sem botninunum var náð með tapi á heimavelli á móti Blackpool. Tapið þýddi að Liverpool-liðið situr nú í fallsæti.

Enski boltinn

Sölvi ætlar að reyna ná leiknum á Nou Camp

Sölvi Geir Ottesen verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Portúgal í kvöld og hann hefur líka misst úr síðustu leiki með liði sínu FC Kaupmannahöfn eftir að hann varð fyrir því óláni að handleggsbrotna í leik á móti Bröndby 19. september síðastliðinn. Sölvi er samt allur að braggast og það styttist í það að hann snúi aftur á völlinn.

Fótbolti

Enska 21 árs landsliðið líka komið á EM

Englendingar fylgdu í dag í fótspor Íslendinga og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM undir 21 árs sem í Danmörku á næsta ári. Enska 21 árs landsliðið náði markalausu jafntefli í Rúmeníu eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-1 á heimavelli.

Enski boltinn

Mourinho dásamar enska boltann

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, líkaði lífið vel á Englandi á sínum tíma og hann hefur aldrei farið leynt með þá löngun sína að snúa aftur síðar í enska boltann.

Fótbolti

Spurs á eftir Vagner Love

Tottenham er ekki hætt að styrkja sig en liðið er nú á höttunum eftir brasilíska framherjanum Vagner Love hjá CSKA Moskva. Hermt er að Spurs ætli að gera tilboð í leikmanninn í janúar.

Enski boltinn

Ein stelpa fyrir hvert ár hjá King

Það voru fleiri en Hjörvar Hafliðason sem héldu upp á þritugsafmælið með stæl um síðustu helgi. Ledley King, varnarmaður Tottenham, var með rándýrt kampavínspartý fyrir félaga sína.

Enski boltinn

Ferdinand á leið í steininn

Búið er að gefa út handtökuskipun á Anton Ferdinand, varnarmann Sunderland. Hann átti að mæta fyrir dómara í gær þar sem hann var fundinn sekur um að keyra og tala í símann á sama tíma.

Enski boltinn

Baráttugleði Kobayashi heillaði í Japan

Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúlu 1 liðinu sló í gegn á heimavelli í japanska kappakstrinum á sunnudaginn. Hann sýndi dirfskufull tilþrif í mótinu og fór framúr mörgum keppinautum á leið í sjöunda sætið. Sauber menn vona að framganga hans verði til að japanskir aðilar vilji styðja við Kobayashi í framtíðinni.

Formúla 1

Haukar mæta Sverre og félögum

Það verður Íslendingaslagur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins því Íslandsmeistarar Hauka drógust gegn Sverre Jakobssyni og félögum í Grosswallstadt.

Handbolti

FIA samþykkti brautina í Suður Kóreu

Alþjóðabílasambandið, FIA samþykkti í dag að Formúlu 1 mót fari fram um aðra helgi á nýtti braut í Suður Kóreu, en nokkur virtist á reiki hvort af því yrði. Tafir við frágang brautarinnar urðu til þess að umræða um að slá mótið af kom upp síðustu vikurnar.

Formúla 1

Capello: Gerrard bjargaði mér

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segist skulda miðjumanninum Steven Gerrard því spilamennska hans í síðustu leikjum hafi í raun orðið þess valdandi að þjálfarinn hélt starfi sínu.

Fótbolti

Rúrik: Einstaklega ljúft

„Það var erfitt að spila á þessum útivelli og vita að þeim hefði dugað 1-0 sigur til að komast áfram,“ sagði Rúrik Gíslason eftir sigur Íslands á Skotlandi í kvöld.

Íslenski boltinn