Enski boltinn

Noel vill fá Tevez til að spila á sólóplötu sinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Noel Gallagher, fyrrum aðalsprauta bresku rokksveitarinnar Oasis, vinnur að sólóplötu í miklum rólegheitum þessa dagana.

Hann íhugar nú að fá uppáhaldsknattspyrnumanninn sinn, Carlos Tevez, til að hjálpa sér með plötuna.

"Ef hann er til í að rífa upp gítarinn og gera eitthvað sniðugt þá er ég klár í slaginn," sagði Gallagher um Tevez sem er einn harðasti aðdáandi Oasis.

Tevez var sjálfur í rokksveit í Argentínu og söng. Gallagher segist vera hrifinn af viðhorfi Tevez.

"Ég elska að honum er skítsama. Hann hefur enga löngun til þess að læra tungumálið hérna. Hann fer bara í sjónvarpið, þakkar öllum og segist elska City. Þetta er ekki flókið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×