Fótbolti

Capello: Gerrard bjargaði mér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segist skulda miðjumanninum Steven Gerrard því spilamennska hans í síðustu leikjum hafi í raun orðið þess valdandi að þjálfarinn hélt starfi sínu.

Þrátt fyrir það ákvað Capello að taka fyrirliðabandið af Gerrard og setja það aftur á Rio Ferdinand.

"Já, Gerrard bjargaði starfi mínu. Hann er frábær leikmaður, góður maður og gríðarlega mikilvægur í okkar liði. Ég er klár á því að hann mun halda áfram að spila vel áfram fyrir okkur," sagði Capello.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×