Enski boltinn

Spurs á eftir Vagner Love

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Tottenham er ekki hætt að styrkja sig en liðið er nú á höttunum eftir brasilíska framherjanum Vagner Love hjá CSKA Moskva. Hermt er að Spurs ætli að gera tilboð í leikmanninn í janúar.

CSKA hefur sett 30 milljón evra verðmiða á leikmanninn sem gæti fælt frá.

Hinn 26 ára Love kom aftur til Moskvu í sumar eftir að hafa verið í láni hjá Palmeiras og Flamengo í heimalandinu.

Hann hefur verið sjóðheitur á tímabilinu og skorað 7 mörk í 10 leikjum.

Harry Redknapp, stjóri Spurs, reyndi að fá Love í janúar árið 2009 og vonar að CSKA sé til í að selja á 17 milljónir evra núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×