Enski boltinn

Rio mun spila fyrir landsliðið eins lengi og hann getur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rio Ferdinand segir það aldrei hafa komið til greina að snúa baki við enska landsliðinu og hætta að spila með því.

Þó nokkrir leikmenn hafa brugðið á það ráð á seinni stigum ferilsins og nægir þar að nefna Paul Scholes.

Rio hefur verið mikið meiddur síðustu tvö ár og margir óttuðust að hann myndi gefa landsliðsferilinn upp á bátinn vegna meiðslanna.

"Það er ekki hægt að hætta í enska landsliðinu. Ég virði ákvarðanir þeirra sem það gera en ég elska að spila fyrir England. Það væri mikill missir fyrir mig að geta ekki spilað fyrir landsliðið. Ég mun ekki hætta að spila með því á meðan ég get spilað," sagði Ferdinand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×