Umfjöllun: Portúgalar búnir með skylduna í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2010 00:01 Inni eða ekki? Hér jafnar Ísland leikinn en vafi lék á því hvort boltinn fór inn eða ekki. Markið dugði þó ekki til. Mynd/Anton Portúgalir kláruðu skyldusigurinn á Íslandi með öruggum 3-1 sigri á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska landsliðið situr því áfram eitt á botni H- riðilsins með ekkert stig eftir fyrstu þrjá leiki sína. Íslenska liðið sýndi styrk með því að vinna sig inn í leikinn eftir að hafa fengið á sig mark í upphafi leiks en þegar upp var staðið þá var sigur Portúgala sannfærandi og þeir þurftu enga stjörnuframmistöðu í laugardalnum til þess að tryggja sér öruggan sigur. Það hefði vissulega getað farið verr þegar tililt er tekið til þess að Portúgalir fengu algjöra draumabyrjun og voru komnir í 1-0 eftir innan við þrjár mínútur. Flestir bjuggust þá við einhverri stórskotahríð frá Cristiano Ronaldo og félögum í kjölfarið en stærsta hluta leiksins gekk íslensku strákunum vel að verjast upphlaupum Portúgala. Cristiano Ronaldo var kannski bara orðinn saddur eftir markið sitt í upphafi leiks og fyrrum félagi hans hjá Manchester United, Nani, gerði fátt að viti í leiknum og var ótrúlega mistækur í öllu því sem að hann reyndi. Það var kannski eins gott en það verður ekki tekið af íslensku varnarmönnunum að þeir mættu þessum köppum af einbeitingu og skynsemi. Portúgalir fengu sannkallaða draumabyrjun í leiknum. Eftir þrjár mínútur gaf Theodór Elmar Bjarnason ódýra aukaspyrnu á 30 metra færi og allir á vellinum vissu hvað beið. Cristiano Ronaldo steig fram og skoraði á klassískan Ronaldo-hátt með hnitmiðuðu þruumskoti, rétt fyrir vegginn og í bláhornið. Leikurinn var varla byrjaður og Ísland var komið undir. Íslenska liðið tókst hinsvegar að rífa sig upp eftir þetta áfall og vinna sig inn í leikinn á ný. Liðið fékk hornspyrnu eftir fyrstu alvöru sókn sína og þar sýndi Heiðar Helguson enn á ný hversu öflugur hann er í loftinu. Heiðar Helguson jafnaði leikinn á 17. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Indriða Sigurðssyni. Portúgalir reyndu að bjarga á marklínu en annar aðstoðardómarinn taldi að boltinn hafi farið yfir línuna. Strax eftir jöfnunarmarkið fékk Hugo Almeida besta færi Portúgal í hálfleiknum en skot hans vinstra megin úr teignum fór rétt framhjá. Portúgalir voru farnir að pirra sig yfir stöðunni og það var lítið að gerast í leik liðsins þegar boltinn barst til Raul Meireles fyrir utan teig á 27. mínútu. Liverpool-maðurinn lét vaða og smellhitti boltann upp í bláhornið. Við þetta fór pressan af portúgalska liðinu og þeir gátu slakað á. Fyrri hálfleikurinn var góður hjá íslenska liðinu þrátt fyrir þessi tvö mörk sem voru að glæsilegri gerðinni og bæði illstöðvanleg. Fyrstu 45 mínúturnar tóku hinsvegar mikið á og seinni hálfleikurinn varð íslensku strákunum því erfiður. Portúgalir héldu sáttir sínu og íslenska liðið skapaði nánast ekkert fram á völlinn. Íslenska liðið lifði í voninni um jöfnunarmark og liðið fór að færa sig aðeins framar um miðjan hálfleikinn. Ólafur Jóhannesson bætti í sóknina en aðeins nokkrum mínútum síðar klárarði portígalska liðið leikinn með þriðja markinu. Gunnleifur Gunnleifsson, gerði slæm mistök í markinu. Skömmu áður hafði hann varið frábærlega frá Helder Postiga en í þriðja marki Portúgala missti hann frá sér fyrirgjöf frá Cristiano Ronaldo á klaufalegan hátt. Umræddur Helder Postiga var á réttum stað á marklínunni og ýtti boltanum yfir marklínuna. Eftir þriðja markið var enginn orka eftir í íslenska liðinu til að vinna sig aftur inn í leikinn og Portúgalir lönduðu öruggum sigri. Cristiano Ronaldo átti tvo ágæta spretti í lokin en tókst ekki að skora fjórða markið en Portúgalir gengu sáttir með þrjú stigÍsland 1-3 Portúgal Laugardalsvöllur Dómari: Thomas Einwaller frá Austurríki (6) Áhorfendur: 9766Mörkin: 0-1 Cristiano Ronaldo (3.) 1-1 Heiðar Helguason (17.) 1-2 Raul Meireles (27.) 1-3 Helder Postiga (72.)Tölfræðin: Skot (á mark): 3-15 (2-8) Varin skot: Gunnleifur 4 - Eduardo 1 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 15-20 Rangstæður: 3-4Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Ísland - Portúgal. Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Portúgalir kláruðu skyldusigurinn á Íslandi með öruggum 3-1 sigri á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska landsliðið situr því áfram eitt á botni H- riðilsins með ekkert stig eftir fyrstu þrjá leiki sína. Íslenska liðið sýndi styrk með því að vinna sig inn í leikinn eftir að hafa fengið á sig mark í upphafi leiks en þegar upp var staðið þá var sigur Portúgala sannfærandi og þeir þurftu enga stjörnuframmistöðu í laugardalnum til þess að tryggja sér öruggan sigur. Það hefði vissulega getað farið verr þegar tililt er tekið til þess að Portúgalir fengu algjöra draumabyrjun og voru komnir í 1-0 eftir innan við þrjár mínútur. Flestir bjuggust þá við einhverri stórskotahríð frá Cristiano Ronaldo og félögum í kjölfarið en stærsta hluta leiksins gekk íslensku strákunum vel að verjast upphlaupum Portúgala. Cristiano Ronaldo var kannski bara orðinn saddur eftir markið sitt í upphafi leiks og fyrrum félagi hans hjá Manchester United, Nani, gerði fátt að viti í leiknum og var ótrúlega mistækur í öllu því sem að hann reyndi. Það var kannski eins gott en það verður ekki tekið af íslensku varnarmönnunum að þeir mættu þessum köppum af einbeitingu og skynsemi. Portúgalir fengu sannkallaða draumabyrjun í leiknum. Eftir þrjár mínútur gaf Theodór Elmar Bjarnason ódýra aukaspyrnu á 30 metra færi og allir á vellinum vissu hvað beið. Cristiano Ronaldo steig fram og skoraði á klassískan Ronaldo-hátt með hnitmiðuðu þruumskoti, rétt fyrir vegginn og í bláhornið. Leikurinn var varla byrjaður og Ísland var komið undir. Íslenska liðið tókst hinsvegar að rífa sig upp eftir þetta áfall og vinna sig inn í leikinn á ný. Liðið fékk hornspyrnu eftir fyrstu alvöru sókn sína og þar sýndi Heiðar Helguson enn á ný hversu öflugur hann er í loftinu. Heiðar Helguson jafnaði leikinn á 17. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Indriða Sigurðssyni. Portúgalir reyndu að bjarga á marklínu en annar aðstoðardómarinn taldi að boltinn hafi farið yfir línuna. Strax eftir jöfnunarmarkið fékk Hugo Almeida besta færi Portúgal í hálfleiknum en skot hans vinstra megin úr teignum fór rétt framhjá. Portúgalir voru farnir að pirra sig yfir stöðunni og það var lítið að gerast í leik liðsins þegar boltinn barst til Raul Meireles fyrir utan teig á 27. mínútu. Liverpool-maðurinn lét vaða og smellhitti boltann upp í bláhornið. Við þetta fór pressan af portúgalska liðinu og þeir gátu slakað á. Fyrri hálfleikurinn var góður hjá íslenska liðinu þrátt fyrir þessi tvö mörk sem voru að glæsilegri gerðinni og bæði illstöðvanleg. Fyrstu 45 mínúturnar tóku hinsvegar mikið á og seinni hálfleikurinn varð íslensku strákunum því erfiður. Portúgalir héldu sáttir sínu og íslenska liðið skapaði nánast ekkert fram á völlinn. Íslenska liðið lifði í voninni um jöfnunarmark og liðið fór að færa sig aðeins framar um miðjan hálfleikinn. Ólafur Jóhannesson bætti í sóknina en aðeins nokkrum mínútum síðar klárarði portígalska liðið leikinn með þriðja markinu. Gunnleifur Gunnleifsson, gerði slæm mistök í markinu. Skömmu áður hafði hann varið frábærlega frá Helder Postiga en í þriðja marki Portúgala missti hann frá sér fyrirgjöf frá Cristiano Ronaldo á klaufalegan hátt. Umræddur Helder Postiga var á réttum stað á marklínunni og ýtti boltanum yfir marklínuna. Eftir þriðja markið var enginn orka eftir í íslenska liðinu til að vinna sig aftur inn í leikinn og Portúgalir lönduðu öruggum sigri. Cristiano Ronaldo átti tvo ágæta spretti í lokin en tókst ekki að skora fjórða markið en Portúgalir gengu sáttir með þrjú stigÍsland 1-3 Portúgal Laugardalsvöllur Dómari: Thomas Einwaller frá Austurríki (6) Áhorfendur: 9766Mörkin: 0-1 Cristiano Ronaldo (3.) 1-1 Heiðar Helguason (17.) 1-2 Raul Meireles (27.) 1-3 Helder Postiga (72.)Tölfræðin: Skot (á mark): 3-15 (2-8) Varin skot: Gunnleifur 4 - Eduardo 1 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 15-20 Rangstæður: 3-4Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Ísland - Portúgal.
Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira