Sport

Guardiola segir að Valencia geti alveg unnið spænsku deildina

Josep Guardiola, þjálfari Barcelona, sér ekki bara fram á einvígi við Real Madrid um spænska meistaratitilinn því hann sér Valencia-liðið líka blanda sér í toppbaráttuna á þessu tímabili. Barcelona mætir Valencia á morgun en Valencia er eins og er í efsta sæti spænsku deildarinnar.

Fótbolti

Þeir ellefu bestu í Evrópu í september

Ellefu stærstu fótboltablöð Evrópu hafa gefið út úrvalslið sitt í evrópska fótboltanum fyrir september-mánuð. Samuel Eto'o framherji Inter fékk flest atkvæði alla eða frá 9 af 11 blöðum en flestir leikmannanna koma úr enska úrvalsdeildinni eða fjórir.

Fótbolti

Magnús búinn að skora flesta þrista í dönsku deildinni

Magnús Þór Gunnarsson hefur byrjað vel með danska liðinu Aabyhøj og átti nú síðast mjög góðan leik í naumu tapi eftir framlengingu á móti Horsens í fyrrakvöld. Magnús skoraði 22 stig í leiknum eða meira en allir aðrir á vellinum og setti hann meðal annars niður 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum.

Körfubolti

Friðrik Ragnarsson farinn að þjálfa aftur hjá Njarðvík

Friðrik Ragnarsson hefur tekið að sér þjálfun hjá Njarðvíkingum til þess að leysa skyndilegt brotthvarf Örvars Þórs Kristjánssonar. Þetta verður í fyrsta sinn í sex ár sem Friðrik þjálfar á sínum heimaslóðum. Örvar tók við meistaraflokki Fjölnis af Tómasi Holton en Njarðvíkingar hafa fengið tvo reynslubolta til þess að leysa hann af hjá sínum yngri flokkum.

Körfubolti

Mikilvægt að keppa í nýjum löndum

Ross Brawn, eigandi meistaraliðsins í Formúlu 1 í fyrra segir það áhugavert verkefni að takast á við nýja Formúlu 1 braut í Suður Kóreu um aðra helgi. Í gær var tilkynnt um mótshald í Rússlandi frá 2014 og Brawn telur mikilvægt að farið sé til nýrra landa með íþróttina, en keppt verður í Indlandi í fyrsta skipti á næsta ári.

Formúla 1

Engin uppgjöf hjá McLaren í titilslagnum

Martin Whitmarsh, forstjóri McLaren segir að það væri ekki gáfulegt hjá keppinautum sínum um Formúlu 1 titlanna að afskrifa lið sitt. Lewis Hamilton og Jenson Button eru í þriðja og fimmta sæti í stigamótinu, en keppinautar þeirra komust allir á verðlaunapall í síðustu keppni.

Formúla 1