Enski boltinn

Mancini kemur De Jong til varnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robert Mancini.
Robert Mancini. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur komið hollenska miðvallarleikmanninum Nigel de Jong til varnar.

De Jong hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir tæklingu á Hatem Ben Arfa, leikmann Newcastle, í leik liðanna fyrir tveimur vikum. Ben Arfa tvíbrotnaði á fæti í tæklingunni.

Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollands, kippti De Jong úr hollenska landsliðinu í kjölfarið og hefur Marseille, sem lánaði Ben Arfa til Newcastle í sumar, hótað málsókn.

„Ég hef orðið fyrir vonbrigiðum með þá sem hafa rætt um tæklingu Nigel de Jong. Mér þykir það leitt fyrir hönd Ben Arfa en svona lagað gerist í knattspyrnu. Þetta var eðlileg tækling," sagði Mancini á blaðamannafundi City í dag.

„De Jong fannst leiðinlegt að detta úr landsliðinu. Hann hefur ávallt gefið sig allan í verkefni landsliðsins og ég held að hann muni reyna að vinna sæti sitt aftur í liðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×