Enski boltinn

Hicks og Gillett hætta við 1,6 milljarða dollara skaðabótakröfu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Hicks og George Gillett Jr.
Tom Hicks og George Gillett Jr. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lögmaður Bandaríkjamannanna Tom Hicks og George Gillett Jr. segir að skjólstæðingar sínir hafi hætt við að fara fram á skaðabætur upp á 1,6 milljarða dollara vegna tjóns sem þeir hafi orðið fyrir við sölu á félaginu til New England Sports Ventures.

Lögmaðurinn sem heitir Tom Melsheimer sagði að Hicks og Gillett hafi dregið til baka bótakröfu sína vegna úrskurðar Hæstaréttis í Englandi en hann talaði ennfremur um að ný mynd verði máluð af málinu saman þegar enskir dómstólar fá tækifæri til að heyra öll gögnin í málinu.

Það stefnir því í eitthvað framhald á þessari sápuóperu í kringum sölu Liverpool þótt að þeir Tom Hicks og George Gillett Jr. hafi fallið frá þessari skaðabótakröfu sinni.

Yfirlýsing lögmannsins kom tveimur tímum eftir að salan á Liverpool, til eigenda bandaríska hafnarboltaliðsins Boston Red Sox, gekk í gegn í London. New England Sports Ventures gat loksins eignast félagið þegar þeir Hicks og Gillett féllu frá lögbannskröfu á söluna hjá dómstól í Texas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×