Enski boltinn

Fjölmiðlar: NESV búið að kaupa Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Fjölmiðlar víða um heim hafa nú greint frá því að bandaríska eignarhaldsfélagið NESV hafi eignast enska knattspyrnufélagið Liverpool.

Það er þó ekki búið að gefa út staðfestingu á því, hvorki frá NESV eða Liverpool.

Síðustu dagar hafa verið afar viðburðaríkir og ekki síst dagurinn í dag. Tom Hicks og George Gillett hafa reynt allt sem í þeirra valdi stóð til að halda eignarhaldi félagsins en það reyndist að lokum árangurslaust.

John W. Henry, eigandi NESV, er í Lundúnum og mun væntanlega tilkynna um eigendaskiptin nú síðdegis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×