Hicks eyðilagður og reiður: Sögulegt svindl Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2010 12:00 Tom Hicks. Nordic Photos / Getty Images Tom Hicks, annar fyrrum eiganda Liverpool, er brjálaður eftir að félagið var selt í hans óþökk í gær. Hicks og félagi hans, George Gillett, keyptu félagið árið 2007. Hallað hefur undan fæti þá og höfðu þeir ekki efni á að greiða til baka risavaxna skuld skoska RBS-bankann sem var með gjalddaga í gær. Það gerði það að verkum að Hicks og Gillett urðu að afsala sér meirihlutarétti í stjörninni sem varð að lokum til þess að hægt var að selja félagið öðrum í þeirra óþökk. Nýi eigandinn er NESV, bandarískt eignarhaldsfélag sem einnig á bandaríska hafnarboltaliðið Boston Red Sox. „Það eru til betri eigendur fyrir Liverpool en eigendur Boston Red Sox," sagði Hicks í samtali við Sky Sports. „Ég er í sjokki, ég er eyðilagður og pirraður. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir mig. Það sem átti sér stað var þaulskipulagt samsæri gegn okkur sem tók marga mánuði í framkvæmd." „Þetta hefur skaðað fjölskyldu mína mikið. Þetta var dýrmæt eign og hún var tekin af mér í sögulegu svindli." Hann sendi Martin Broughton, sem var ráðinn sem stjórnarformaður nú í vetur, tóninn. „Martin Broughton vildi láta sig líta vel út og að hann yrði maðurinn sem myndi losa Liverpool við þessa Bandaríkjamenn. Svo seldi hann öðrum Bandaríkjamönnum félagið." Hicks sagði enn fremur að hann hafi sjálfur fundið eigendur sem hefðu hentað Liverpool betur. „Sjáðu hvað gerðist hjá Manchester City. Það voru þannig eigendur sem við vorum að reyna að finna fyrir Liverpool." Hann viðurkenndi að skuldastaða félagsins hefði verið slæm. Engu að síður hefði hann haft úrræði til að borga RBS-bankanum skuldina risavöxnu en fékk ekki að gera það. Hicks og Gillett hafa dregið til baka skaðabótarkröfu sína fyrir bandarískum dómstólum þar sem þeir kröfðust 1,6 milljarða Bandaríkjadala í skaðabætur. Þeir útiloka hins vegar ekki að sækja skaðabótamál í Englandi. „Þessu er ekki lokið," sagði Hicks. Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Tom Hicks, annar fyrrum eiganda Liverpool, er brjálaður eftir að félagið var selt í hans óþökk í gær. Hicks og félagi hans, George Gillett, keyptu félagið árið 2007. Hallað hefur undan fæti þá og höfðu þeir ekki efni á að greiða til baka risavaxna skuld skoska RBS-bankann sem var með gjalddaga í gær. Það gerði það að verkum að Hicks og Gillett urðu að afsala sér meirihlutarétti í stjörninni sem varð að lokum til þess að hægt var að selja félagið öðrum í þeirra óþökk. Nýi eigandinn er NESV, bandarískt eignarhaldsfélag sem einnig á bandaríska hafnarboltaliðið Boston Red Sox. „Það eru til betri eigendur fyrir Liverpool en eigendur Boston Red Sox," sagði Hicks í samtali við Sky Sports. „Ég er í sjokki, ég er eyðilagður og pirraður. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir mig. Það sem átti sér stað var þaulskipulagt samsæri gegn okkur sem tók marga mánuði í framkvæmd." „Þetta hefur skaðað fjölskyldu mína mikið. Þetta var dýrmæt eign og hún var tekin af mér í sögulegu svindli." Hann sendi Martin Broughton, sem var ráðinn sem stjórnarformaður nú í vetur, tóninn. „Martin Broughton vildi láta sig líta vel út og að hann yrði maðurinn sem myndi losa Liverpool við þessa Bandaríkjamenn. Svo seldi hann öðrum Bandaríkjamönnum félagið." Hicks sagði enn fremur að hann hafi sjálfur fundið eigendur sem hefðu hentað Liverpool betur. „Sjáðu hvað gerðist hjá Manchester City. Það voru þannig eigendur sem við vorum að reyna að finna fyrir Liverpool." Hann viðurkenndi að skuldastaða félagsins hefði verið slæm. Engu að síður hefði hann haft úrræði til að borga RBS-bankanum skuldina risavöxnu en fékk ekki að gera það. Hicks og Gillett hafa dregið til baka skaðabótarkröfu sína fyrir bandarískum dómstólum þar sem þeir kröfðust 1,6 milljarða Bandaríkjadala í skaðabætur. Þeir útiloka hins vegar ekki að sækja skaðabótamál í Englandi. „Þessu er ekki lokið," sagði Hicks.
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira