Sport

Heiðar og félagar enn ósigraðir í ensku b-deildinni

Heiðar Helguson lék fyrstu 64 mínúturnar þegar Queens Park Rangers gerði 1-1 jafntefli á útivelli á móti Bristol City í ensku b-deildinni í kvöld. QPR hefur þar með enn ekki tapað leik í deildinni og er í efsta sætinu með þriggja stiga forskot á Cardiff City sem á leik inni.

Enski boltinn

Umfjöllun: Loks vann Akureyri Hauka

Akureyri vann frækilegan sigur á Haukum í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Sigur Akureyringa var öruggur og sanngjarn en liðið er á toppnum með fullt hús stiga. Lokatölur á Akureyri í kvöld 25-19.

Handbolti

Auðveldur sigur hjá Kiel í kvöld

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu í kvöld þrettán marka útisigur á HSG Ahlen-Hamm, 36-23 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þetta var fjórði sigurleikur Kiel í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína í deildinni á tímabilinu nema þann á móti Füchse Berlin, liði Dags Sigurðssonar.

Handbolti

Ciro Ferrara þjálfar 21 árs landslið Ítala

Ciro Ferrara, fyrrum þjálfari Juventus, hefur tekið að sér þjálfun 21 árs landslið Ítala. Pierluigi Casiraghi var rekinn eftir að Ítölum mistókst að komast í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári.

Fótbolti

Kveikt í glæsibifreið Carroll

Andy Carroll, framherji Newcastle, á ekki sjö dagana sæla nú um mundir. Hans bíður dómur vegna slagsmála, það var verið að kæra hann fyrir að hafa lamið fyrrverandi kærustu og nú er búið að kveikja í bílnum hans.

Enski boltinn

Lou Macari: Verður erfitt fyrir Rooney

Lou Macari, fyrrum leikmaður Manchester United og einn helsti sérfræðingur MUTV-sjónvarsstöðvarinnar, segir að Wayne Rooney eigi mikla vinnu framundan ef hann ætlar sér að endurvinna traust liðsfélaga sinna og stuðningsmanna félagsins.

Enski boltinn

Rooney: Stjórinn sannfærði mig

Wayne Rooney, sem skrifaði undir fimm ára samning við Manchester United í dag, segir að það hafi verið Alex Ferguson sem hafi sannfært hann um að vera áfram hjá félaginu.

Enski boltinn

Rooney fer ekki neitt - skrifar undir fimm ára samning

Wayne Rooney mun skrifa undir fimm ára samning við lið Manchester United og hefur því eytt óvissunni sem skapaðist í vikunni. Þá upplýsti sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri félagsins að Rooney vildi yfirgefa félagið. Í kjölfarið hófst atburðarrás sem endaði með því að Rooney hefur ákveðið að vera hjá liðinu næstu fimm árin.

Enski boltinn

Webber hrifinn á nýju brautinni

Mark Webber á Red Bull náði besta tíma allra á tveimur æfingum á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann telur brautina vel heppnaða, en um tíma var spáð í hvort hætta þurfti við keppnina, þar sem tafir urðu á frágangi hennar.

Formúla 1