Enski boltinn

Heiðar og félagar enn ósigraðir í ensku b-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson
Heiðar Helguson Mynd/Nordic Photos/Getty
Heiðar Helguson lék fyrstu 64 mínúturnar þegar Queens Park Rangers gerði 1-1 jafntefli á útivelli á móti Bristol City í ensku b-deildinni í kvöld. QPR hefur þar með enn ekki tapað leik í deildinni og er í efsta sætinu með þriggja stiga forskot á Cardiff City sem á leik inni.

Varamaðurinn Patrick Agyemang var hetja Queens Park Rangers þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 84. mínútu eða sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Bristol City var þá búið að vera með forustuna í 68 mínútur eða frá því að Jonathan Stead kom þeim í 1-0 á 16. mínútu.

Þetta var þriðji jafnteflisleikur Queens Park Rangers í röð og ennfremur fjórða jafnteflið í síðustu fimm leikjum eftir að liðið vann 8 af fyrstu 9 leikjum tímabilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×