Sport

Ravanelli vill taka við Boro

Gamli silfurrefurinn Fabrizio Ravanelli vill komast aftur til Englands og hefur lýst yfir áhuga á að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Middlesbrouh.

Enski boltinn

Hamar vann góðan sigur í Grindavík

Kvennalið Hamars sótti tvö góð stig suður með sjó í dag er liðið lagði Grindavík í Röstinni. Grindavík stóð ágætlega í Hamri en Hvergerðingar lönduðu þó sigri að lokum.

Körfubolti

HK færði FH sitt fyrsta tap í vetur

Markvörðurinn Björn Ingi Friðþjófsson og skyttan Ólafur Bjarki Ragnarsson voru mennirnir á bak við magnaðan sigur HK á FH í N1-deild karla í dag. Björn Ingi varði eins og berserkur allan leikinn og HK vann, 35-32.

Handbolti

Stjarnan vann sterkan sigur á Val

Valsstúlkur töpuðu sínum fyrsta leik í N1-deild kvenna í dag er þær sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn. Valur leiddi í hálfleik, 14-18, en Stjarnan kom til baka í þeim síðari og vann tveggja marka sigur, 32-30.

Handbolti

Kári hafði betur gegn Jóhannesi Karli

Kári Árnason og Jóhannes Karl Guðjónsson voru báðir í byrjunarliðum sinna liða er þau mættust í ensku C-deildinni í dag. Lið Kára, Plymouth, hafði betur gegn Jóhannesi og félögum í Huddersfield. Lokatölur 2-1 fyrir Plymouth.

Enski boltinn

Chelsea sem fyrr á toppnum

Chelsea-vélin hélt áfram að malla í dag er liðið lagði Úlfana af velli, 2-0. Chelsea mátti þó hafa fyrir sigrinum enda bitu Úlfarnir hraustlega frá sér og voru óheppnir að skora ekki í leiknum.

Enski boltinn

Vettel lengi að ná taktinum

Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Suður Kóreu sem verður í nótt í fyrsta skipti. Vettel vann síðustu keppni og er jafn Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, en þeir eru 14 stigum á eftir Mark Webber.

Formúla 1

Schumacher áminntur fyrir brot á Barrichello

Michael Schumacher fékk áminningu frá dómurum Formúlu 1 mótsins í Suður Kóreu, eftir tímatöku í nótt. Rubens Barrichello taldi að Schumacher hefði hindrað hann í tímatökunni í annarri umferð af þremur

Formúla 1

Fergie fær að versla fyrir 50 milljónir punda

Glazer-fjölskyldan er heldur betur að opna veskið þessa dagana. Hún er nýbúin að gera tímamótasamning við Wayne Rooney og nú er greint frá þvi að Sir Alex Ferguson fái 50 milljónir punda til þess að eyða í leikmenn næsta sumar.

Enski boltinn